Lyftu andlitinu með réttum kinnalit

Kinnalitur getur gert ótrúlegustu hluti ef hann er rétt settur á andlitið og á réttum tímapunkti í förðuninni. Lengi vel var reglan sú að setja kinnalit undir kinnbeinin en nú er komin ný tískubylgja; að setja kinnalitinn ofar og draga hann meira upp á kinnbeinin.

Með þessari aðferð er hægt að lyfta andlitinu upp og verður maður mun frísklegri og hressilegri fyrir vikið. Fullkominn kinnalitur í þetta verkefni er fljótandi kinnaliturinn Les Beiges Water-Fresh Blush frá Chanel.

Fljótandi kinnalitir hafa þann kost að ljá andlitinu meiri ljóma því þeir eru ekki þurrir eins og púðurkinnalitir.

Formúlan í Les Beiges er einstök, en hún er 75% vatn og sér maður litarefnin þegar maður sprautar honum út. Formúlan var þróuð með MicroFluid-tækni og veitir húðinni mikinn raka.

Blanda, blanda, blanda

Best er að bera kinnalitinn á með bursta, helst með miðlungslöngum hárum og ekki of þéttum. Þannig næst einstaklega falleg áferð. Ekki þarf að nota mikið af honum, einn dropi dugar í báðar kinnar og því ætti varan að nýtast lengi. Ef eitthvað fer úrskeiðis er gott að jafna það út með hreinum svampi og dúmpa svo aftur létt yfir með afgangnum úr burstanum.

Mundu að það þarf að nudda hann svolítið til að fá rétta áferð og til að virkja litarefnin í formúlunni og því er mikilvægt að blanda, blanda og blanda eins og Heiðdís Rós Reynisdóttir stjörnuförðunarfræðingur segir.

Til að gera kinnalitinn enn meira áberandi er sniðugt að fara tvær umferðir. Setja fyrstu umferð á áður en þú setur farða. Síðan seturðu léttan farða yfir, til dæmis Miracle Pure frá Max Factor. Eftir það setur þú umferð númer tvö og þá er kinnaliturinn sterkari án þess að þú lítir út eins og trúður í framan.

Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »