Skartaðu perlufesti til minningar um drottninguna

Elísabet II. Bretadrottning var mjög oft með perlufesti.
Elísabet II. Bretadrottning var mjög oft með perlufesti. AFP

Elísabet II. féll frá á fimmtudaginn var 96 ára að aldri. Mánudaginn 19. september verður hún jarðsungin frá Westminster Abbey í Lundúnum. Greint var frá því á BBC að útförin myndi jafnframt marka síðasta dag þjóðarsorgar. Smartland hvetur fólk sem vill minnast hennar til að setja á sig perlufesti eða áberandi hálsmen.

Þjóðhöfðingjum hvaðanæva úr heiminum verður boðið að mæta í útförina til að minnast drottningarinnar. Einnig er búist við að háttsettir breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir. Karl III. Bretakonungur samþykkti á laugardaginn var að mánudagurinn yrði frídagur í Bretlandi. Útförin fer fram klukkan 10 að íslenskum tíma.

Elísabet II. átti litríkan fataskáp og vildi ekki láta sjá sig í litlausum fatnaði. Hún hefði til dæmis aldrei valið sér fatnað í beige-lit. Hún vildi skera sig úr. Þótt fatastíll hennar hafi vissulega tekið breytingum í gegnum tíðina var hann svipaður í grunninn.

Hún sást sjaldan í buxum heldur klæddist pilsi og blússu eða pilsi og peysu. Hún átti líka dágott kjóla- og kápusafn. Kápur drottningar voru hluti af heildarmynd í klæðaburði og þegar hún kom opinberlega fram sást greinilega að fatavalið var þaulhugsað. Þess má geta að hún kaus frekar föt með rennilás svo hún væri fljótari að skipta um föt og vildi alls ekki klæðast fötum úr efni sem krumpaðist mikið.

Eitt af því sem var alltaf á sínum stað var perlufestin. Hún átti reyndar nokkrar í mismunandi útgáfum og skartaði þeim við flest tilefni. Þegar hún var ekki með perlufesti var hún yfirleitt með áberandi hálsmen sem setti punktinn yfir i-ið. Ef þig langar að minnast hennar með hlýhug skaltu setja á þig hálsmen næsta mánudag.

Elísabet II. Bretadrottning árið 1978.
Elísabet II. Bretadrottning árið 1978. AFP
Elísabet mætti með perlufestina í boð í sumar.
Elísabet mætti með perlufestina í boð í sumar. AFP
Hér glittir í perlufesti undir kápunni.
Hér glittir í perlufesti undir kápunni. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál