Vill ekki á tískupallana aftur

Gisele Bündchen hefur engan áhuga á að ganga á tískupöllunum …
Gisele Bündchen hefur engan áhuga á að ganga á tískupöllunum aftur.

Fyrirsætan Gisele Bündchen hefur engan áhuga á að snúa aftur á tískupallana. Hin brasilíska fyrirsæta sagði skilið við tískupallana árið 2015 til þess að eyða tíma í Boston í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum, fótboltakappanum Tom Brady. 

Hún hefur aðeins einu sinni síðan þá gengið aftur á tískupallinum, en það var þegar hún tók þátt í opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016. 

Bündchen var eitt sinn fyrirsæta hjá Victorica's Secret og hefur gengið fyrir flottustu tískumerki heims. Hún segist fá óskir frá tískuhönnuðum um að ganga á tískupallinum á hverju einasta ári, en alltaf segir hún nei. 

Gisele Bündchen.
Gisele Bündchen. AFP

Þó ekki sé hún á tískupöllunum vinnur hún sem fyrirsæta. „Það er mjög auðvelt fyrir mig að mæta og búa til persónu og leika það hlutverk í einn dag. Ég fæ orkuna mína frá því. Ég fæ innblástur til að skapa fleiri fallega hluti í heiminum á ólíkan hátt,“ sagði Bündchen í viðtali við Elle

Bündchen og Brady eiga saman tvö börn, Benjamin sem er 12 ára og Vivian sem er 9 ára, og eru búsett í Flórída.

mbl.is
Loka