Katrín með perlufesti drottningar

Katrín hertogaynja var með perlufesti sem drottningin átti.
Katrín hertogaynja var með perlufesti sem drottningin átti. AFP

Katrín prinsessa af Wales, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, skartaði perluhálsfesti sem var í eigu Elísabetar II. Bretadrottningar við útför hennar í Westminster Abbey í Lundúnum í dag. 

Katrín hefur áður verið með perlufestina, meðal annars í útför Filippusar hertoga af Edinborg, í apríl á síðasta ári. Hún var líka með festina í brúðkaupsafmæli drottningarinnar og hertogans árið 2017. 

Perlufestin er með demantsskrauti í miðjunni og gerð úr perlum sem breska krúnan fékk að gjöf frá japönsku ríkisstjórninni. 

Katrín ásamt börnum sínum Georg og Karlottu fyrir athöfnina fyrr …
Katrín ásamt börnum sínum Georg og Karlottu fyrir athöfnina fyrr í dag. AFP
AFP
Meghan hertogaynja, Kamilla drottning, Georg prins, Katrín prinsessa og Soffía …
Meghan hertogaynja, Kamilla drottning, Georg prins, Katrín prinsessa og Soffía greifynja fylgjast með kistunni fyrir utan Westminster Abbey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál