Love Island-parið í íslenskri hönnun

Love Island parið Indiyah Polak og Dami Hope klæðast íslenskri …
Love Island parið Indiyah Polak og Dami Hope klæðast íslenskri hönnun. Ljósmynd/Skjáskot af Instagram

Love Island parið Indiyah Polak og Dami Hope heimsóttu pop-up verslun 66°Norður í Soho hverfinu í Lundúnum um helgina. Ef eitthvað er að marka Instagram eru þau hrifin af þessu íslenska hugviti.

Polak er ættuð frá Lundúnum en Hope er frá Dublin en þau felldu saman hugi í Love Island-þáttunum bresku. Í framhaldinu byrjuðu þau saman. Þau höfnuðu í þriðja sæti í Love Island og hafa fengið mikla athygli síðan enda þættirnir afar vinsælir um allan heim.

Þau eru bæði gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem Polak er með um milljón fylgjendur og Hope með um 800 þúsund fylgjendur.

Það er kannski ekkert skrýtið að þau sé hrifin af íslenskum útivistarfatnaði því hann er ekki bara góður í vetrarhörkum heldur kemur hann að góðum notum þegar það rignir endalaust eins og getur gerst í Bretlandi. Næsta skref er að koma til Íslands og upplifa Ísland eins og Molly Mae gerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál