Í rauðu eins og Díana

Katrín prinsessa af Wales klæddist rauðu í fyrstu opinberu heimsókninni …
Katrín prinsessa af Wales klæddist rauðu í fyrstu opinberu heimsókninni til Wales. AFP

Katrín prinsessa af Wales heiðraði minningu tengdamóður sinnar heitinnar, Díönu prinsessu, þegar hún klæddist rauðri kápu í heimsókn þeirra Vilhjálms Bretaprins í Wales í gær. Þetta var þeirra fyrsta opinbera heimsókn til Wales eftir að þau tóku við titlunum prinsinn og prinsessan af Wales. 

Díana prinsessa var einnig prinsessa af Wales, og hefur engin kona borið sama titil eftir fráfall hennar árið 1997 nema Katrín. Tóku hjónin við sínum nýju titlum þegar Karl tók við sem konungur. 

Katrín vakti mikla lukku í Wales, meðal annars hjá þessum …
Katrín vakti mikla lukku í Wales, meðal annars hjá þessum unga aðdáanda sem færði henni blóm. AFP

Kápan sem Katrín klæddist er frá L.K. Bennett og heitir Spencer, og vísar til eftirnafns Díönu áður en hún gekk að eiga Karl. Kápan er með fallegum gylltum tölum. Katrín var í svartri peysu og svörtum útvíðum buxum við og með skartgripi eftir velska hönnuði.

Hinn fjögurra ára Theo Crompton virtist ansi ánægður með prinsinn …
Hinn fjögurra ára Theo Crompton virtist ansi ánægður með prinsinn og prinsessuna. AFP

Díana prinsessa klæddist líka rauðu þegar hún fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Wales eftir að hún tók við titli sínum árið 1981. Sjá má myndband af heimsókninni hér fyrir neðan.

Kápan er frá L.K. Bennet og heitir Spencer.
Kápan er frá L.K. Bennet og heitir Spencer. AFPmbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda