Þórunn opnar sig um fegrunaraðgerðir

Þórunn Ívarsdóttir áhrifavaldur prófaði fitufrystingarmeðferð í vor.
Þórunn Ívarsdóttir áhrifavaldur prófaði fitufrystingarmeðferð í vor. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir segist hafa séð mikinn mun á sér eftir að hún fór í fitufrystingu aftan á lærum og á maga fyrr á þessu ári. Þórunn opnaði sig um þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur prófað síðustu misseri á Instagram í gær. 

Þórunn segist hafa verið nokkuð stressuð áður en hún fór í meðferðina og var næstum því búin að hætta við daginn fyrir. 

„Ég lét slag standa og prófaði á mínu leiðinlegasta og erfiðasta svæði. Svæði sem ég bölvaði í mörg ár en var hætt að spá í og löngu búin að sætta mig við. Efst aftan á lærum fyrir neðan rassinn. Lagaðist aldrei sama hvað ég æfði, léttist, þyngdist, breytti æfingum eða hvað ég gerði,“ skrifar Þórunn og útskýrir að fitufrystingin drepi varanlega fitufrumur á ákveðnum svæði sem sogæðakerfi líkamans fjarlægir svo.

Hún segist hafa fundist mikin mun á svæðinu á lærunum en minni á mittinu. Þó hafi hún alveg fundið mun þegar hún klæddist buxum.

„Þetta er hugsað fyrir svæði sem breytast ekki sama hvað er reynt. Eins og mitt litla rasssvæði. Ég er örugglega 4-6 kílóum léttari núna en í vor og ekkert hægt að bera saman líkamann fyrir og eftir lengur eftir fullt af gymmi,“ skrifar Þórunn. 

Samsett mynd/Skjáskot/Instagram

Líka prófað augabrúnalyftingu

Auk þess að hafa farið í fitufrystingu segist Þórunn hafa prófað augabrúnalyftingu þar sem toxín eru notuð til að lyfta augnsvæðinu. 

„Ég fór síðast í byrjun árs 2022 og í apríl 2021. Ég sé samt árangurinn mun lengur en 3-4 mánuði þar sem meðferðin virkar á mig sem fyrirbyggjandi þar sem ég var ekki með neinar þannig séð sýnilegar broshrukkur. Finnst pínu geggjað að geta spornað gegn því á þennan hátt því ég „greip hratt inn í“,“ skrifar Þórunn og bætir við að hún hafi hugsað vel um húðina frá 12 ára aldri. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál