9% fleiri með húðflúr en 2018

Vinsældir húðflúra hafa aukist mikið á Íslandi.
Vinsældir húðflúra hafa aukist mikið á Íslandi. Ljósmynd/Unsplash/Lucas Lenzi

Vinsældir húðflúra hafa aukist mikið á síðustu tíu árum. Alls er níu prósenta aukning frá því árið 2018, þegar 20 prósent sögðust vera með húðflúr. Í dag eru um 29 prósent landsmanna með húðflúr að því er fram kemur í Þjóðarpúlsi Gallup. 

Konur eru frekar með húðflúr en karlar, eða nær þriðjungur kvenna á móti fjórðungi karla. Niðurstöður könnunarinnar benda til að hlutfall þeirra með húðflúr á Íslandi gæti hækkað á næstu árum en af þeim sem svöruðu gat um fimmtungur hugsað sér að fá sér húðflúr. 

Yngra fólk oftar með húðflúr

Yngra fólk er líklegra til að vera með húðflúr en á tæplega fjórum árum hefur hlutfall þeirra sem eru með húðflúr hækkað mikið hjá fólki undir þrítugu og hjá fólki milli fimmtugs og sextugs, eða um 17 prósent. 

Fólk er einnig líklegra til að vera með húðflúr eftir því sem það hefur lægri fjölskyldutekjur. Þá er líka munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis en hann er þó talsvert minni en fyrir fjórum árum. Húðflúr eru algengust hjá þeim sem kysu Flokk fólksins, Viðreisn eða Pírata, en sjaldgæfust hjá þeim sem kysu Vinstri græn.

Niðurstöðurnar eru út netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. til 11. september 2022.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda