Sokkar til að sýna persónuleikann

Litríkir herrasokkar geta gert gæfumuninn.
Litríkir herrasokkar geta gert gæfumuninn. Skjáskot/Instagram

Margir hafa kvartað yfir því hvað herratískan getur verið einsleit og fá tækifæri fyrir karlmenn til þess að sýna hvaða innri mann þeir hafa að geyma. Ein leiðin til að láta ljós sitt skína eru sokkar. Sérstakir sokkar geta gert hefðbundið jakkafataútlit eilítið áhugaverðara.

Hönnuðurinn Paul Smith tók af skarið með áberandi herrasokkalínu fyrir hartnær 40 árum. Allt í einu gátu karlmenn valið eitthvað annað en svarta eða hvíta sokka og það gerði körlum kleift að mæta prúðbúnir á mannamót og um leið segja: „Hæ, ég er hress persónuleiki!“

Nú eru litríkir sokkar normið. Enginn mun hlæja að manni í bleikum sokkum við flott jakkaföt. Blaðamaður The Times tók saman hvað ákveðnar gerðir af sokkum gætu sagt um persónuleika karla:

David Beckham í bleikum adidas sokkum.
David Beckham í bleikum adidas sokkum. Skjáskot/Instagram

Hinn nýjungagjarni

Þú átt fulla skúffu af sokkum með hvers kyns bröndurum á eða skrípamyndum. Þegar einhver spyr þig út í sokkana segir þú í léttum tón, „æj, þetta eru einhverjir kjánasokkar“ en innst inni er þér fúlasta alvara.

Sérmerktir sokkar

Þú hefur sérstakar og sterkar skoðanir á hvernig þú vilt hafa allt í lífinu. Allt frá kaffibaunum til sérstraujaðra sokka. 

Íþróttasokka-gaurinn

Um helgar ertu íþróttagaurinn af öllu hjarta. Þú ferð í þykku hvítu íþróttasokkana með röndunum sem minna á níunda áratuginn og ná langt upp á kálfa. Ef sokkarnir síga þá deyr eitthvað innra með þér.

Gucci sokkar eru töff.
Gucci sokkar eru töff. Skjáskot/Instagram
David Beckham í sveitasælunni og í sokkum sem tóna vel …
David Beckham í sveitasælunni og í sokkum sem tóna vel við umhverfið. Skjáskot/Instagram
Mark Ronson í ljós brúnum Gucci sokkum sem tóna við …
Mark Ronson í ljós brúnum Gucci sokkum sem tóna við jakkafötin. Skjáskot/Instagram
Sokkar sem eru í stíl við skyrtuna.
Sokkar sem eru í stíl við skyrtuna. Skjáskot/Instagram
Litríkir prjónasokkar við Converse strigaskó.
Litríkir prjónasokkar við Converse strigaskó. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda