„Eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður“

Lína Birgitta Sigurðardóttir í París í Frakklandi um helgina. Merki …
Lína Birgitta Sigurðardóttir í París í Frakklandi um helgina. Merki hennar, Define the Line Sport, var sýnt á tískuvikunni þar í borg. Ljósmynd/Arnór Trausti

Define the Line Sport, íþróttavörumerki Línu Birgittu Sigurðardóttur, var sýnt á tískuvikunni í París í Frakklandi á laugardag. Lína segist ekki hafa stefnt að því að koma vörumerkinu sínu inn á stærstu tískuviku heims og því kom tækifærið skemmtilega á óvart. 

„Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu. En eftir að hafa heyrt frá þeim þá vildi ég hugsa mig vel um því ég vissi að þetta yrði mikil vinna en svo gat ég ekki annað en tekið þátt því þetta er risa stórt tækifæri og mikill heiður fyrir vörumerkið,“ segir Lína í viðtali við mbl.is en hún fagnar fimm ára afmæli Define the Line Sport á þessu ári. 

Lína segir það hafa verið mikla vinnu en að vinnan hafi verið skemmtileg því hún elskar að hrærast í öllu sem tengist fötum og tísku. 

„Fyrsti dagurinn fór í „designer meeting“ þar sem það var verið að fara yfir hvernig sýningin yrði og hvernig verkferlarnir yrðu. Dagur tvö fór í mátun þar sem ég var að máta fötin á fyrirsæturnar og græja allt fyrir sýninguna sjálfa og svo var það stóri dagurinn sem var sýningin sjálf en sá dagur var eitthvað annað góður,“ segir Lína. 

Lína Birgitta og kærasti hennar, kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason.
Lína Birgitta og kærasti hennar, kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason. Ljósmynd/Arnór Trausti

Sá ekki sýninguna sjálf

Spurð hvort hún hafi náð að njóta augnabliksins þegar merkið hennar var sýnt segir hún að hún hafi verið á fullu á bakvið tjöldin að græja. „Það sem flestir vita ekki er að ég sá ekki sýninguna sjálfa því ég var baksviðs að græja allt og var síðust að ganga sýninguna. En ég var svo heppin að hafa Gumma kærastann minn og Sólrúnu vinkonu mína og manninn hennar Frans sem tóku nóg af myndskeiðum fyrir mig. Þannig ég sá ekki mitt eigið show með eigin augum en ég sá allt hitt sem gerðist baksviðs. En ég náði að njóta en var smá stressuð líka því tilfinningin að vera þarna er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður,“ segir Lína. 

Tilfinningin líka mögnuð og segir Lína að eitthvað hafi komið yfir hana þegar fyrsta fyrirsætan gekk af stað. „Svo í endann þegar ég gekk fram og kom aftur baksviðs þá helltust allar tilfinningarnar yfir mig og mig langaði að fara að gráta úr gleði og þakklæti því þetta gekk eins og í sögu!“

Allar tilfinningarnar heltust yfir Línu þegar hún gekk út að …
Allar tilfinningarnar heltust yfir Línu þegar hún gekk út að sýningu lokinni. Ljósmynd/Arnór Trausti

Ætlar að njóta stundarinnar

Define the Line Sport er íþróttavörumerki en fór Lína fyrst af stað með merkið því hún vildi búa til almennilegar íþróttabuxur handa konum. Buxur sem eru ekki gegnsæjar og haldast uppi á æfingu. Við vörulínuna hafa svo bæst kósýgallar sem slegið hafa í gegn og er Lína alltaf á fullu í hugmyndavinnunni. 

Lína segist ekki hafa séð fyrir sér að koma merkinu sínu á tískuvikuna í París þegar hún fór af stað fyrir fimm árum. „Satt best að segja þá var þetta ekki partur af plönunum. Ég er með stór plön hvað varðar vörumerkið en þetta var eitthvað annað gott tækifæri og kom skemmtilega á óvart,“ segir Lína. 

Ljósmynd/Arnór Trausti

Framundan hjá Define the Line Sport eru ýmsar nýjungar, pop up-markaðir og fleira skemmtilegt. „ Ég er orðin svakalega spennt að deila næstu skrefum en ég ætla að deila þeim seinna því ég ætla að leyfa mér að njóta þessarar stundar sem var að líða,“ segir Lína að lokum.

Ljósmynd/Arnór Trausti
Ljósmynd/Arnór Trausti
Ljósmynd/Arnór Trausti
Ljósmynd/Arnór Trausti
Ljósmynd/Arnór Trausti
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda