Chanel hraðspólar yfir veturinn

Franska tískuhúsið Chanel sýndi vor-og sumarlínu fyrir næsta sumar á dögunum. Línan kallað Ready-To-Wear. Virgine Viard yfirhönnuður Chanel hugsaði um frelsi þegar hún hannaði línuna og sótti innblástur í Gabrielle Chanel, eða Coco Chanel eins og hún var kölluð, sem stofnaði tískuhúsið á sínum tíma og breytti tískuheiminum um leið. Það sem kemur á óvart er hvað svarti liturinn er áberandi en í hugum flestra er hann kannski enginn sérstakur sumarlitur. 

Sniðin eru kvenleg og netasokkarnir ekki langt undan og heldur ekki slaufur sem eru settar á skó og fleira til þess að búa til skemmtilegri heildarmynd. 

Teygjuefni, glitrandi jakkar og doppur eiga upp á pallborðið og líka shiffon. Eins og sést á myndunum væru örugglegar margir til í að eignast allt á þessum myndum strax í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál