„Undarlegt“ útlit Madonnu vekur óhug

Myndin til hægri af Madonnu hefur vakið óhug meðal aðdáenda …
Myndin til hægri af Madonnu hefur vakið óhug meðal aðdáenda hennar. Samsett mynd

Nýjasta útlit tónlistarkonunnar Madonnu hefur vakið bæði athygli og óhug á samfélagsmiðlum eftir að hún birti myndband af sér með bleikt hár og aflitaðar augabrúnir. Aðdáendur furða sig á því hvað hún sé nú búin að láta gera við sig. 

„Þú lítur ekki út eins og Madonna lengur,“ skrifaði einn ósáttur aðdáandi við myndina af tónlistarkonunni en andlitsfall hennar virðist hafa breyst talsvert undanfarið. 

„Hvað er hún búin að láta gera við andlitið á sér? Hvað ertu búin að gera við þig?“ spurði annar vonsvikinn aðdáandi. „Fyrirgefðu en þú lítur óhugnanlega út. Þú varst falleg eins og þú varst,“ skrifaði sá þriðji. Margir báru andlit hennar saman við andlit söngvarans Marilyn Manson en aðrir sögðu hana líta út eins og Amanda Bynes eða Pete Burns. 

Sumir tóku þó upp hanskann fyrir söngkonuna sem ekki hefur svarað neinum af þessum spurningum og sögðu hana vera fallega. Aðrir sögðu að fólk ætti ekki að vera gagnrýna hana og ætti að sýna hennar frekar virðingu. 

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál