Jarðtengdu þig með haustlitum frá OPI

Liturinn I Mica Be Draming er fullkominn fyrir þá sem …
Liturinn I Mica Be Draming er fullkominn fyrir þá sem vilja aðeins meiri glamúr inn í haustið. Ljósmynd/OPI.com

Á haustin er mikilvægt að slaka aðeins á og jarðtengja sig eftir annasamt sumar. Þá er tilvalið að skella sér út og upplifa þá töfrandi litagleði sem náttúran hefur upp á að bjóða, en það er ekki að ástæðulausu sem náttúran er talin skarta sínu fegursta á þessum árstíma. 

Þetta veit bandaríski snyrtivöruframleiðandinn OPI sem gaf nýverið út haustlínu með naglalökkum í guðdómlegum haust- og jarðtónum. OPI veit líka að haustinu fylgir kuldi, veðursfarsbreytingar og meira myrkur og því er mikilvægt að lífga upp á daginn með fallegum litum sem gleðja augað. 

OPI gaf nýverið út glæsilega haustlínu með fallegum tónum.
OPI gaf nýverið út glæsilega haustlínu með fallegum tónum. Ljósmynd/OPI.com

Haustlínan ber heitið Fall Wonders, eða undur haustsins og endurspeglar sannarlega litina. Alls eru tólf mismunandi litir í línunni sem eiga það sameiginlegt að vera djúpir, róandi og töfrandi.

Rauðir, gulir, fjólubláir og appelsínugulir tónar minna helst á litskrúðug laufblöðin í haustsólinni. Djúpir bláir og fjólubláir tónar minna á hafið og himininn á köldum haustdögum. 

Liturinn Rust & Relaxation er litur sem gleður augað.
Liturinn Rust & Relaxation er litur sem gleður augað. Ljósmynd/OPI.com
Liturinn Claydreaming.
Liturinn Claydreaming. Ljósmynd/OPI.com

Brúnn, grár og drapplitaður gefa jarðtenginguna sem við þurfum til að undirbúa okkur fyrir veturinn. Til að toppa línuna má svo finna gylltan og svartan lit með fjólublárri sanseringu fyrir þá sem vilja aðeins meiri glamúr. 

Liturinn Suzi Takes a Sound Bath er fallegur og róandi.
Liturinn Suzi Takes a Sound Bath er fallegur og róandi. Ljósmynd/OPI.com
Þegar kemur að litnum Cave the Way má með sanni …
Þegar kemur að litnum Cave the Way má með sanni segja að sjón sé söguríkari. Ljósmynd/OPI.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál