Hvernig er best að losna við öldrunarbletti úr andlitinu?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvort hægt sé að losna við öldrunarbletti úr andlitinu. 

Sæl Jenna,

er eitthvað hægt að gera til að losna við dökka húðbletti (öldrunarbletti) úr andliti?

Kær kveðja, 

VH

Komdu sæl.

Já, það er ýmislegt hægt að gera varðandi dökka bletti eða sólarflekki í andliti. Fyrst og fremst er mikilvægt að fullvissa sig um að þetta séu einungis saklausir sólarflekkir en ekki eitthvað annað eins og til dæmis húðkrabbamein. Ef þeir eru allir einsleitir og líkir hvorum öðrum þá er nokkuð víst að um saklausa flekki er að ræða.

Við notum tvenns konar meðferðir til að fjarlægja svona flekki og það er frystimeðferð og laser. Ef einstaka flekkir þá getur verið einfaldast að frysta þá en ef litlir blettir yfir öllu andlitinu eða handarbakinu þá mælum við með laser.

Besti laserinn að okkar mati er Fraxel Pro laserinn þó aðrir laserar séu alveg ágætir, eins og til dæmis IPL laserar. Fraxel Pro laserinn er mjög öflugur gegn litabreytingum en hann vinnur einnig gegn hrukkum, línum, húðslitum og örum, ásamt því að jafna áferð húðarinnar. Þessi laser skýtur bæði lasergeislum grunnt á yfirborð húðarinnar og einnig djúpt í húðina. Þannig náum við að hafa áhrif á öll lög húðarinnar.

Kær kveðja,

Jenna Huld

Hér sést andlit fyrir og eftir. Hér var Fraxel Pro …
Hér sést andlit fyrir og eftir. Hér var Fraxel Pro laserinn notaður á andlit.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda