Fegrunarráð sem sérfræðingarnir nota

Lárpera er sögð vera góð fyrir húðina
Lárpera er sögð vera góð fyrir húðina Ljósmynd/Unsplash/Kimia Zarifi

Það er hafsjór ráða hvað fegurð varðar og hvernig á að viðhalda æskuljómanum langt fram eftir aldri. Blaðamaður The Times tók saman þau fegrunarráð sem sjálfir sérfræðingarnir nota.

Þrífur húðina tvisvar á kvöldin

Colette Haydon, húðlæknir, segir að það sem maður fjarlægir sé mikilvægara en það sem maður setur á sig. „Það er mikilvægt að þrífa húðina vel öll kvöld. Ekki bara er maður að fjarlægja snyrtivörur og óhreinindi heldur líka eiturefni úr umhverfinu sem hafa safnast upp í húðinni yfir daginn. Þau sjást ekki með berum augum en eru þarna og flýta fyrir öldrun húðarinnar. Ég þríf þess vegna húðina tvisvar. Ég nota olíu til að ná farðanum af mér, því olía leysir upp olíu. Svo nota ég andlitshreinsi sem ég svo skola af með vatni. Ég leyfi svo húðinni að anda. Hreinsiklútar eru gagnslausir og hreinsivatn (micellar water). Ef þú heldur að þú hafir hreinsað húðina en ekki notað neitt vatn, þá er húðin ekki hrein.“

Notar það sama á andlit og hendur

Wassim Taktouk lýtalæknir segir að hendur séu alltaf vanræktar hvað húðumhirðu varðar sem og hálsinn. „Þegar ég geri mína húðrútínu kvölds og morgna þá set ég allt sem er umfram á hendurnar mínar. Ég þurrka ekki umfram krem af mér heldur nudda ég því á handarbökin. Á morgnana ber ég þar að auki alltaf sólarvörn á hendurnar.“

Tekur inn bætiefni fyrir húðina

Goeffrey Mullan lýtalæknir tekur inn fjölmörg bætiefni sem styðja við húð og heilbrigði. Þau bætiefni sem hann getur ekki verið án kallast NMN og fæst í heilsubúðum þar ytra. „Þetta gefur frumunum orku og hjálpar húðinni að verjast útfjólubláum geislum. Þá hefur þetta hreinsandi áhrif og hjálpar frumunum að endurnýja sig.“

Krem með retínól

Emma Craythorn húðlæknir segist nota alltaf krem með retínól á kvöldin, um er að ræða sérstakt krem sem þarf lyfseðil frá húðlækni. „Margir virðast halda að maður fari bara til húðlæknis til þess að vinna á sérstökum vandamálum. En t.d. í Frakklandi fer fólk til húðlæknis til þess að viðhalda góðri húð fram eftir aldri. Retínól geta skipt sköpun.“

Naglabandaolía öll kvöld

Leighton Denny snyrtifræðingur segir að mikilvægt sé að hugsa um neglurnar rétt eins og húðina. Sérstaklega með hækkandi aldri. „Neglur eiga það til að verða viðkvæmar. Byrja skal á naglaböndunum. Þau þurfa að vera mjúk og fín. Sár í naglaböndum geta leitt til sýkingar. Góð olía nærir neglurnar, styrkir og örvar vöxt.

Avókadó alla daga

Anabel Kingsley hárfræðingur segir mikilvægt að huga að matarræðinu. Hollar fitusýrur gera mikið fyrir húðina. Hún fær sér alltaf avókadó á ristað brauð með ristuðum furuhnetum yfir.

Drekkur kollagen alla daga

Marcia Kilgore fegrunarfrumkvöðull leggur traust sitt á kollagen. „Flestir vita að kollagen gerir húðina mjúka og slétta. Þá styrkir kollagen líka neglurnar og hárið. Kollagen framleiðslan minnkar með hækkandi aldri og þess vegna drekk ég alltaf C-vítamín drykk með viðbættu kollagen dufti. Ég hef séð mikinn mun á húðinni eftir að ég byrjaði á þessu.“

Hreyfing alla daga

Beibei Du-Harpur húðlæknir passar að hreyfa sig eitthvað alla daga. „Með hreyfingu eykur maður blóðflæðið í húðinni sem og súrefnisupptöku. Frumurnar fá því meiri og betri næringu og líkaminn á betur með að hreinsa eiturefni út úr líkamanum. Ég reyni að hreyfa mig í hádeginu.“

Notar tannþráð tvisvar sinnum á dag

Uchenna Okoye tannlæknir notar tannþráð tvisvar sinnum á dag. „Tanngarðurinn heldur andlitinu uppi. Eftir því sem við eldumst þá missum við glerung og tennurnar verða þynnri og brúnleitari. Þannig gæti húðin í kringum munninn virst slappari. Ég bursta mínar tennur í tvær mínútur tvisvar sinnum á dag. Fyrir morgunmat og fyrir svefninn. Ég nota rafmagnstannbursta og flúortannkrem sem styrkir glerunginn. Þá passa ég alltaf upp á að nota tannþráð eftir á. Tannbursti kemst ekki á milli tannanna og það er mikilvægt að ná öllum bakteríum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál