Marc Jacobs hressir upp á lyktarskinið

Ljósmynd/Sephora.com

Hinir goðsagnakenndu ilmir úr smiðju tískuhússins Marc Jacobs valda aldrei vonbrigðum. Það var því ekki við neinu öðru að búast en að nýjasti ilmur þeirra, sem ber heitið Daisy Ever So Fresh, myndi hitta beint í mark. 

Marc Jacobs ilmvötnin eru þekkt fyrir að vera í guðdómlega fallegum flöskum sem minna helst á listaverk. Flaskan sjálf er minimalísk sem gerir það að verkum að tappinn, sem er gylltur og þakin fallegum bleikum, hvítum og gulum blómum, fær algjörlega að njóta sín. 

Þó það skemmi ekki fyrir þegar umbúðir eru fallegar þá er það innihaldið sem skiptir mestu máli. Ilmurinn er alls ekki síðri en umbúðirnar, sem þykja með þeim fallegri í ilmvatnsheiminum. Safaríkur sítrus og mangó blandast saman við rósavatn og Kasmírvið, en útkoman er þessi einstaki og ferski ilmur sem maður fær einfaldlega ekki nóg af. 

Þó blómin á pakkningu ilmvatnsins minni óneitanlega á vorið og sumarið þá virkar ilmurinn fyrir allar árshátíðir, en til viðbótar við ferskleikann veitir ilmurinn mikla hlýju sem við þurfum öll á að halda inn í veturinn.

Ilmurinn er því tilvalin jólagjöf fyrir þá sem leggja áherslu á notagildi, enda veitir ilmurinn ferskleika og hlýju allan ársins hring. Um leið og ilmvatnið er svo komið upp í hillu er þar kominn munur sem gleður bæði augað og lyktarskynið. 

Ljósmynd/Sephora.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál