Flottari með eða án skeggs?

Það styttist í það að jólasveinarnir komi til byggða en ólátabelgirnir hennar Grýlu eru þekktir fyrir skeggið sitt. Íslenskir karlmenn hafa tekið upp á því að láta skegg sitt vaxa en líklega fer það mönnum misjafnlega eins og sjá má hér að neðan. 

Bjarni Benediktsson

Bjarni er stundum með skegg og stundum ekki. Kannski raksturinn fari bara eftir því í hvernig skapi hann er. Bjarni er orðinn afi og það er klárlega passar vel við hlutverkið að vera með smá grátt skegg. 

Bjarni Benediktsson skegglaus og með skegg.
Bjarni Benediktsson skegglaus og með skegg. Samsett mynd

Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er kominn í vetrarham, kominn með smá skegg og tilbúinn að semja um kaup og kjör. Það var léttara yfir andlitinu á þingi ASÍ í október þó svo að þingið hafi ekki endað vel. 

Ragnar Þór með rakar skeggið á ákveðinn hátt.
Ragnar Þór með rakar skeggið á ákveðinn hátt.

Gummi Kíró

Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, eða Gummi kíró eins og hann er kallaður, áhrifa­vald­ur og kírópraktor, er oftast vel rakaður. Hann er hins vegar ekki hræddur við að prófa nýja tísku og það átti við þegar hann skartaði skemmtilegum hökutopp í fyrra. 

Gummi Kíró er til í að prófa allt sem er …
Gummi Kíró er til í að prófa allt sem er töff.

Dagur B. Eggertsson 

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur á undanförnum árum skartað áberandi skeggi. Hann hefur hins vegar ekki alltaf verið með skegg. Í kosningunum árið 2010 var Dagur ekki með skegg. Hárvöxturinn hefur því bara aukist hjá Degi því ekki lítur út fyrir að hann sé að missa hárið eins og menn á hans aldri. 

Dagur B. hefur ekki alltaf verið með skegg.
Dagur B. hefur ekki alltaf verið með skegg.

Jón Gnarr

Pólitíkin lék listamanninn Jón Gnarr grátt. Jón hætti sem borgarstjóri árið 2014 en er nú með skegg sem er bæði rautt og grátt. Virðist honum þó líða nokkuð ágætlega með skeggið góða. 

Jón er með skegg núna en hefur þó ekki alltaf …
Jón er með skegg núna en hefur þó ekki alltaf verið með skegg.

Baltasar Kormákur 

Leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur skartað skartað miklu skeggi í fjölda ára. Fyrir tveimur áratugum eða svo var hann ekki með skegg eins og sést á mynd sem fannst í myndsafni Morgunblaðsins. 

Baltasar á sér skegglausa fortíð.
Baltasar á sér skegglausa fortíð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Stjórnmálaforinginn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur prófað sig áfram með skeggtískuna. Eins og flestir aðrir hefur hann einnig verið duglegur að raka sig en líður greinilega afar vel með smá einangrun á andlitinu.

Sigmundur er ólíkindatól sem getur verið með skegg en líka …
Sigmundur er ólíkindatól sem getur verið með skegg en líka verið án þess.

Guðmundur Einar Halldórsson

Guðmund­ur Ein­ar Hall­dórs­son er fram­kvæmda­stjóri Gtechniq á Íslandi og er sérfræðingur í að keramíkhúða bíla. Guðmundur er þekktur fyrir sitt föngulega skegg en hann er þó ekki alltaf með það. Dæmi hver fyrir sig hvort fer honum betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál