Íslenskt augnserum vann til verðlauna Marie Claire

EGF augnserumið frá Bioeffect vann til Marie Claire-verðlauna.
EGF augnserumið frá Bioeffect vann til Marie Claire-verðlauna.

Íslenska húðvörumerkið Bioeffect gerði það gott á húðvöruverðlaunum Marie Claire á dögunum. EGF Eye Serum, ein af vinsælustu vörum frá merkinu bar sigur úr býtum sem besta augnvaran. Auk þess mælir dómnefndin sérstaklega með EGF Serum í flokknum „Best Treatment Serum“ eða besta meðferðarserumið.

Í dómnefnd Marie Claire sitja yfir 50 sérfræðingar sem eru húðlæknar, læknar, blaðamenn og áhrifavaldar úr húðvöruheiminum auk sérfræðinga á sviði sjálfbærni. Hlutverk dómnefndar er að verðlauna þær vörur sem skara fram úr á húðvörumarkaði og benda á það sem vel er gert með því að heiðra vörumerki sem leggja sitt af mörkum á vegferð í átt að grænni og sjálfbærari framtíð.

„Þetta augnserum frá íslenska merkinu Bioeffect inniheldur EGF (Epidermal Growth Factor) þar sem unnið er með líftækni til að efla náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar. Varan er borin á með kælandi stálkúlu sem dregur úr þrota. Ég elska hönnunina, varan er svo einföld og þægileg í notkun,“ sagði Ruby Hammer, dómari á vegum Marie Claire, um EGF augnserumið. 

Augnserumið dregur úr sjáanlegum merkjum öldrunar á viðkvæmu augnsvæðinu. EGF Eye Serum var sérstaklega þróað til að vinna á sýnileika hrukka og fínna lína og draga úr þrota og þreytumerkjum með ríkulegu magni EGF prótína úr byggi – sem er lykilinnihaldsefni í húðvörum fyrirtækisins. EGF úr byggi er rakabindandi boðskiptaprótín sem endurnærir húðina auk þess að styðja við náttúrulega kollagenframleiðslu og viðgerðarhæfni svo húðin helst slétt, þétt og stinn.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda