Katrín leigði kjól fyrir stóra kvöldið

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins á Earthshot-verðlaunahátíðinni í Boston á …
Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins á Earthshot-verðlaunahátíðinni í Boston á föstudagskvöld. AFP

Katrín prinsessa af Wales geislaði á föstudagskvöldið þegar Earthshot-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Boston í Bandaríkjunum. Katrín valdi grænan kjól, en því hafði verið spáð að hún myndi draga fram notaðan kjól úr skápnum sínum fyrir verðlaunin sem snúast um umhverfisvernd. 

Katrín gerði það sannarlega ekki heldur tók hún kjólinn á leigu fyrir kvöldið. Kjóllinn er frá Solace London og kostar nýr rúmar 70 þúsund krónur. Hann leigði hún af Hurr, sem er sambærilegt fyrirtækinu Spjara hér heima. 

Við kjólinn var hún með grænt demantshálsmen sem Díana prinsessa af Wales, tengdamóðir hennar, notaði síðast, þá sem skraut í hárið. 

Kjólinn tók Katrín á leigu, en hann er frá breskum …
Kjólinn tók Katrín á leigu, en hann er frá breskum hönnuði. AFP
Katrín var með hálsfesti sem Díana prinsessa notaði síðast opinberlega.
Katrín var með hálsfesti sem Díana prinsessa notaði síðast opinberlega. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda