Bresku tískuverðlaunin voru afhent síðastliðinn mánudag við hátíðlega athöfn í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Öll augu voru á rauða dreglinum þegar stjörnurnar gengu inn og sýndu glæsilega hönnun hvaðanæva að úr heiminum.
Síðkjólar og pallíettur voru áberandi á rauða dreglinum í bland við djarfari kjóla. Tónlistarkonan Rita Ora vakti mikla athygli, en hún var nær óþekkjanleg þegar hún mætti í djörfum gagnsæjum kjól eftir Nensi Dojaka með aflitaðar augabrúnir og áhugaverða förðun.
Það var ofurfyrirsætan Bella Hadid sem var valin fyrirsæta ársins á meðan hönnuðurinn Pierpoalo Piccioli, listrænn stjórnandi tískuhússins Valentino, var valinn hönnuður ársins.
Smartland tók saman 20 best klæddu stjörnurnar sem mættu í sínu fínasta pússi til Lundúna.