Í hefndarkjól á dreglinum

Olivia Wilde klæddist efnislitlum blúndukjól á rauða dreglinum.
Olivia Wilde klæddist efnislitlum blúndukjól á rauða dreglinum. AFP/Amy Sussman

Kjóll leikstjórans og leikkonunnar Oliviu Wilde huldi ekki mikið á rauða dreglinum fyrir People's Choice-verðlaunahátíðina á þriðjudagskvöld í Los Angeles. Wilde frelsaði geirvörtuna undir þunnum blúndukjól og var aðeins í nærbuxum undir gegnsæjum kjólnum. 

Wilde vann verðlaun fyrir kvikmynd sína Don't Worry Darling í flokki bestu dramamynda á hátíðinni. Harry Styles, breski söngvarinn og hjartaknúsarinn, fer með hlutverk í myndinni en þau Wilde hættu saman fyrir ekki svo löngu síðan. 

Leikstjórinn hefur ekki forðast sviðsljósið eftir sambandsslitin og skellti sér meðal annars til Havaí þar sem hún naut lífsins í sólinni.

Í bandarískum miðlum hefur kjóllinn verið kallaður hefndarkjóll (e. revenge dress). Er þar vísað til þess þegar Díana prinsessa af Wales klæddist sjóðandi heitum svörtum kjól við hátíðarkvöldverð Vanity Fair 29. júní 1994 nokkrum dögum eftir að fjallað var um framhjáhald þáverandi eiginmanns hennar, Karls Bretaprins. 

AFP/Lisa O'Connor
AFP/Lisa O'Connor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál