Með sjaldséða kórónu og eyrnalokka drottningar

Katrín hertogaynja með Lotus-kórónuna.
Katrín hertogaynja með Lotus-kórónuna. AFP

Katrín prinsessa af Wales var drottningarleg við hátíðarkvöldverð í Buckinghamhöll á þriðjudagskvöld er hún bar Lotus-kórónuna. Kórónuna hefur hún ekki verið með opinberlega síðan árið 2015. 

Katrín klæddist einstaklega fallegum rauðum kjól frá Jenny Packham með blómamunstri. Við kjólinn og kórónuna var hún var með eyrnalokka sem Elísabet II. Bretadrottning heitin átti. 

Hún var með alveg slétt hár á viðburðinum, en það er ólíkt Katrínu sem er oftast með liði í hárinu. 

Lotus-kórónan var í eigu Margrétar prinssessu, systur drottningarinnar. Hún lést árið 2002.

Eyrnalokkarnir voru í eigu drottningarinnar.
Eyrnalokkarnir voru í eigu drottningarinnar. AFP
Lotus-kórónan er fíngerðari en margar aðrar kórónur í eigu bresku …
Lotus-kórónan er fíngerðari en margar aðrar kórónur í eigu bresku konungsfjölskyldunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál