Í mesta skammdeginu má farða sig örlítið meira en alla hina dagana. Eitt af því sem gefur mikinn svip er að setja á sig rauðan varalit. Við þurfum ekki að vera sérfræðingar í förðun til þess að geta framkallað hátíðlegt útlit með rauðum varalit. Við þurfum bara að velja lit sem passar fyrir okkur, bæði litarlega og áferðarlega. Hér eru nokkrir sem slegið hafa í gegn hjá drottningum heimsins.