Íslensk sturtusápa fékk gullverðlaun

Sigríður Vigfúsdóttir stofnandi ChitoCare.
Sigríður Vigfúsdóttir stofnandi ChitoCare.

Íslenska húðvörumerkið ChitoCare hlaut gullverðlaun fyrir Beauty Shower Gel á norrænu húðverðlaunahátíðinni Global Makeup Awards Scandinavia. Sigríður Vigfúsdóttir stofnandi Chito Care er alsæl með verðlaunin. 

„Þetta er frábær viðurkenning fyrir þessa nýjustu vöru í ChitoCare Beauty vörulínunni okkar,“ segir Sigríður Vigfúsdóttir stofnandi ChitoCare. 

„Þetta er lífvirk sturtusápa sem hlaðin er náttúrulegum innihaldsefnum sem hreinsa, fríska og endurnæra húðina. Hún inniheldur andoxunarefni og samsetningu virkra innihaldsefna úr hafinu og íslensku jarðhitavatni, sem vernda húðina. En sturtugelið inniheldur einmitt einkaleyfisvarið ChitoCare kítósan sem við framleiðum sjálf og jarðhitakísil frá GeoSilica.” 

Einnig hlaut Anti-Aging Repair Serum frá ChitoCare Beauty Silfurverðlaun sem besta serumið og verðlaun í flokki fallegustu hönnunar og umbúða.

„Serumið okkar byggir á okkar einstöku húðviðgerðartækni og hefur klínískt sannaða virkni,“ segir Sigríður. 

Sturtusápan frá ChitoCare vann til gullverðlauna.
Sturtusápan frá ChitoCare vann til gullverðlauna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál