„Ég er mjög hrifinn af jakkafötum með samstæðu vesti“

Hjörleif Davíðsson er með bindi við jakkafötin.
Hjörleif Davíðsson er með bindi við jakkafötin. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, ætlar að klæða sig upp á í sitt allra fínasta þegar hann fer á jólaball og tónleika á aðventunni. Jakkaföt, vesti og bindi klikka ekki að hans mati. Á aðfangadagskvöld finnst honum best að leggjast upp í sófa í þægilegum fötum og slaka á. 

Hvað finnst þér ómissandi um jólin?

Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, ætlar að klæða sig upp á í sitt allra fínasta þegar hann fer á jólaball og tónleika á aðventunni. Jakkaföt, vesti og bindi klikka ekki að hans mati.

„Búa til jólaísinn, jólabjór frá Færeyjum, fjallgangan í Eyjum, jólatónleikar og svo síðast en alls ekki síst er það er klárlega hangikjötið og uppstúfurinn, það er eitthvað sem ég mun aldrei læra að borða í hæfilegu magni.“

Hvernig er jólatískan í ár?

„Ég myndi segja að hún sé nú alltaf svolítið eins. Klassísk jakkaföt, dökkblá eða dökkgrá föt er það sem er vinsælast hjá okkur á veturna. Við erum þó að gera mikið af grófari köflóttum, brúnum, vínrauðum og grænum ullarfötum þennan veturinn. Það er virkilega gaman þegar menn þora að fara í eitthvað sem er aðeins öðruvísi. Svo eru það frakkar með loðkraga í anda Peaky Blinders. Þeir eru mjög vinsælir núna fyrir jólin.“

Hjörleif Davíðsson kann að klæða sig fallega.
Hjörleif Davíðsson kann að klæða sig fallega. mbl.is/Arnþór Birkisson

Leggur þú mikið upp úr því að vera sérstaklega sparilegur um jólin?

„Já og nei. Ég er svo oft í jakkafötum að ég eiginlega get ekki beðið eftir að fara úr þeim eftir jólamatinn og leggjast svo upp í sófa í einhverjum þægilegum fötum og dotta yfir bíómynd. Jólin fyrir mér eru tími til að vera með mínu nánasta fólki og þá er ekki svo mikilvægt fyrir mig að vera í mínu fínasta pússi. Hinsvegar ef maður fer á jólaball eða tónleika þá að sjálfsögðu tjaldar maður öllu til og gerir sig extra fínan.“

Hvernig ætlar þú að vera klæddur um jólin?

„Ég verð sennilega í klassískum dökkbláum jakkafötum, ef ekki þá vel ég ullarrúllukragaprjónapeysu og þægilegan köflóttan jakka úr ítalskri kasmírull.“

Hvort ætlar þú að vera með bindi eða slaufu um jólin?

„Bindi, alltaf bindi. Ég er mjög hrifinn af jakkafötum með samstæðu vesti og það er bara svo mikilvægt að vera með flott bindi við þannig jakkaföt. Það fullkomnar útlitið að hafa djarft bindi sem gefur fötunum aðeins meiri karakter.“

Hjörleifur er í fötum frá Kölska.
Hjörleifur er í fötum frá Kölska. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hvað er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið eða gefið?

„Ætli það sé ekki jólagjöfin sem ég gaf í fyrra þegar ég uppljóstraði að ég ætti von á barni með því að lauma sónarmynd af dóttur minni með jólapökkum til ömmu hennar og afa. Það vakti afar mikla lukku.“

Hvernig verða jólin þín í ár?

„Það er auðvitað mikil vinna hjá okkur um jólin þannig að þau byrja í rauninni ekki hjá manni fyrr en við matarborðið á aðfangadagskvöld. En ætli maður reyni ekki að fara á jólatónleika til þess að koma sér í jólaskap og út að borða með góðum vinum. Annars verð ég líklegast í allskonar jólaboðum hér í bænum og á Selfossi. Svo er planið að fara heim til Eyja um áramótin, skjóta upp flugeldum og skála í kampavíni með fjölskyldunni,“ segir Hjörleifur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál