Bótox er ein vinsælasta meðferðin

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Ljósmynd/Aðsend

Lára G. Sigurðardóttir læknir og eigandi Húðarinnar er nýjasti gesturinn í hlaðvarpsþætti Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, Krassandi konur. Lára gaf út hnausþykka bók á dögunum, Húðbókina, ásamt Sólveigu Eiríksdóttur. Ásdís Rán ræðir við hana um fegrunaraðgerðir og hvernig er best að hugsa um húðina. 

„Þær meðferðir sem mér líkar best við eru laserinn. Hann er svakalega góður, ef þú ferð í góðan laser þá getur það snúið við öldrun húðarinnar og tekið nokkur ár af ef við erum að leita eftir því, og ávaxtasýrur finnst mér alveg frábærar líka,“ segir Lára og bætir því við að gen spili auðvitað stórt hlutverk líka. 

„Að sjálfsögðu er þetta að hluta til genetískt eða erfðatengt hvernig húðin eldist. En það er búið að sýna fram á að 80% af öldrun húðarinnar er eitthvað sem við getum haft áhrif á með réttum meðferðum. Stærsti áhrifavaldurinn þar er sólin. Þú þarft í rauninni ekki margar mínútur þangað til hún er byrjuð að brjóta niður nauðsynleg efni í húðinni sem halda henni heilbrigðri þannig að númer 1, 2 og 3 að vernda húðina gegn sólinni með góðri vörn,“ segir Lára. 

„Ég er nú mikill sólardýrkandi og hef búið erlendis í sól lengi án þess að vera að passa mig of mikið. Þó ég noti yfirleitt 30-50% vörn en það hefur virkað fyrir mig að fara í einn tíma í laser á veturna og þá hef ég losnað strax við sólarskemmdir eða bletti ef það er eitthvað sjáanlegt eftir sumarið,“ segir Ásdís Rán. 

„Vissulega er hægt að að ráða við þetta ef þú ferð reglulega eins og þú gerir en ert ekki að safna sólarskemmdum í langan tíma eða áratugi þá eru til ýmsar meðferðir sem geta lagað og örvað endurnýjun húðarinnar,“ segir Lára. 

Þegar Lára er spurð að því hvort hún sé með eða á móti bótoxi segist hún ekki vera á móti neinu. 

„Ég er nú yfirleitt ekki á móti neinu. Bótox er ein vinsælasta meðferðin og getur verið fyrirbyggjandi fyrir hrukkur og er oft gott til að venja fólk af því að gretta sig sem getur búið til „x-hrukkur“ með tímanum,“ segir Lára.  

„Ég sé að þú ert ekki með bótox, ekki ég heldur en ég fæ mér einmitt án efa alltaf fyrir sumarið þegar ég byrja að gretta mig út af sólinni. Það eiga til að festast broshrukkur eftir sólina þannig ég læt þá setja vel af bótoxi þannig ég nái ekki að píra augun á móti sól,“ segir Ásdís. 

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál