Svona felur þú jólabólurnar

Óunnar myndir af fyrirsætu með ójafna húð fyrir og eftir …
Óunnar myndir af fyrirsætu með ójafna húð fyrir og eftir förðun.

Birna Guðmundsdóttir förðunarfræðingur segir alla geta dregið fram það besta í sinni húð og húðvandamál þurfa ekki að koma í veg fyrir fallega förðun. Hér eru nokkur skref sem geta hjálpað við að farða ójafna húð.  

„Það er mikilvægt að finna vörur sem draga fram það besta í húð hvers og eins. Fólk sem fær bólur er oft hrætt við að nota nýjar vörur eða prófa sig áfram, það vill ekki erta húðina frekar,“ segir Birna og tekur fram að það sé lykilatriði að undirbúa húðina vel áður en förðunarvörur eru notaðar. Þannig helst farðinn betur á og sest betur á húðina.

Birna segir gott að nota húðvörur sem gefa góðan raka en ekki fitu en vörurnar henta vel fyrir þá sem eru með feita eða blandaða húð.

„Fyrsta skref er að nota rakavatnið Yuza Double Lotion á hreina húð til að undirbúa húðina betur fyrir næstu skref. Ég set það í bómull og strýk yfir andlitið en það er einnig hægt að setja í lófa og dúmpa yfir andlitið. Þetta er tveggja fasa rakavatn sem er stútfullt af andoxunarefnum. Ég nota rakaserumið Bamboo Super Serum en það er ríkt af hýalúrónsýru sem er einstaklega rakagefandi. Þar næst nota ég rakakremið Bamboo Crème Frappe sem dregst hratt inn í húðina og og hentar mjög vel undir farða.“

Það er gott að undirbúa húðina vel.
Það er gott að undirbúa húðina vel.

Áður en að byrjað er að farða húðina bendir Birna á að bíða í andartak eða þar til að húðin er búin að draga í sig vörurnar.

„Það er gott að nota CC Red Correct, annað hvort á þau svæði sem eru með roða eða bólur eða á allt andlitið. Að nota grænt litaleiðréttandi krem dregur úr roða og jafnar áferð húðarinnar. Í þessu kremi er einnig SPF 25 sólarvörn svo með því slærðu tvær flugur í einu höggi.

Næsta skref væri Super BB kremið frá Erborian en það er tvívirk vara – bæði farði og dagkrem í einni vöru. Þetta krem er sérstaklega hannað fyrir olíukennda, blandaða eða bólótta húð en það inniheldur níasínamíð sem dregur úr bólum og bólgumyndun. Þetta krem er með miðlungsþekju og það stíflar ekki svitaholurnar.

Super BB farðann nota ég á allt andlitið og hálsinn en á augnsvæðið set ég CC Eye correct sem er litaleiðréttandi augnkrem. Það lýsir augnsvæðið, nærir það og er með SPF 20 sólarvörn. Þetta augnkrem er góður grunnur undir hyljara eða eitt og sér. Það sest ekki í línur og gefur augnsvæðinu náttúrulegt yfirbragð,“ segir Birna.

Góðar snyrtivörur geta gert mikið fyrir húðina.
Góðar snyrtivörur geta gert mikið fyrir húðina.
Það er sniðugt ráð litaleiðrétta erfið svæði með CC Red …
Það er sniðugt ráð litaleiðrétta erfið svæði með CC Red Correct-kreminu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál