Svona heldur Jennifer Lopez í æskuljómann

Jennifer Lopez deildi nýverið húð- og förðunarrútínu sinni með umheiminum.
Jennifer Lopez deildi nýverið húð- og förðunarrútínu sinni með umheiminum. AFP

Jennifer Lopez er þekkt fyrir að hugsa vel um sig, en með því að setja heilsuna í fyrsta sæti nær hún fram eftirsóknarverðum ljóma og ótrúlegri útgeislun sem hefur einkennt söngdívuna allt frá upphafi ferils hennar. Auk þess að huga að nægum svefni, reglulegri hreyfingu og góðri næringu passar Lopez vel upp á húðina með nokkrum einföldum skrefum. 

Lopez deildi nýverið leyndarmálunum á bak við æskuljóma sinn á Youtube-rás Vogue, en í myndskeiðinu leiðir hún áhorfendur í gegnum húð- og förðunarrútínuna sem hún lofsamar. 

Með einfaldleikann í forgrunni

Lopez segist alla tíð hafa verið með mjög einfalda húðrútínu, en lengst af hafi rútínan samanstaðið af hreinsi, rakakremi og sólarvörn. Með árunum hafa þó nokkrar nýjar vörur bæst inn í rútínuna, en hún heldur þó áfram í einfaldleikann og byrjar því alltaf á að hreinsa húðina með góðum hreinsi. 

Því næst setur hún rakagefandi serum yfir andlit, háls og bringu og bætir svo rakakremi yfir sömu svæði. Í dag notar Lopez rakakrem með sólarvörn til að einfalda rútínu sína enn frekar, en hún segir sólarvörnina vera algjört lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda æskuljóma húðarinnar enda hafi hún verið ómissandi partur af rútínu hennar í mörg ár. 

Síðasta skrefið í húðrútínu Lopez er svo augnkrem, en hún notar augnkrem ekki eins og flestir gera. Lopez segir trixið vera að setja augnkremið ekki bara í kringum augun, heldur líka á milli augabrúnanna og aðeins upp á ennið til að gefa þeim svæðum aukin raka. 

Lopez segir heilbrigðar venjur á borð við góðan nætursvefn, reglulega …
Lopez segir heilbrigðar venjur á borð við góðan nætursvefn, reglulega hreyfingu og nóg af vatni einnig spila lykilhlutverk í rútínu sinni. AFP

Kremvörur eru í uppáhaldi

Þegar kemur að förðuninni notar Lopez aðallega kremvörur á húðina, en hún segir kremvörur henta sérstaklega vel þegar fólk fer að eldast enda gefi þær húðinni aukinn ljóma. 

Lopez byrjar á því að nota hyljara áður en hún tekur upp krem skyggingarpallettu frá Bobbi Brown og setur vöruna neðst á kinnbeinin, á ennið, undir hökuna, á nefið og í kringum varirnar. Að því loknu notar hún gullpennann vinsæla frá YSL undir augun og á nefið. 

Til að blanda öllu saman notar Lopez svo farða frá Chanel, en hún notar dekkri lit af farðanum á enni, kinnar og höku á meðan hún notar ljósari lit undir augun, á nefið og neðst á kjálkabeinið. Lopez setur svo punktinn yfir i-ið með ferskjulitum krem kinnalit og krem ljómavöru frá Marc Jacobs, en útkoman er guðdómleg ljómandi húð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál