„Ég er með ólæknandi fatadellu“

Anna Þóra Björnsdóttir eigandi Sjáðu á alltaf eitthvað fallegt til að klæðast á jólunum. Hún kaupir föt og skó jafnt og þétt yfir árið í stað þess að kaupa sérstök jólaspariföt í desember. Best finnst henni að versla á nóttunni. 

„Ég er yfirleitt tilbúin með allar jólagjafir í október. Ég er ekki búin að kaupa eina gjöf núna sem er skrítið. Fyrir 20 árum þegar búðin okkar brann 19. október þá brunnu allar jólagjafirnar sem ég var búin að kaupa. Þá var skrítið að kaupa allar jólagjafir aftur,“ segir Anna Þóra. Hún hefur verið tvisvar á Tenerife um jólin, var þar í fyrra og er að hugsa um að endurtaka leikinn í ár.

Sleppirðu því að kaupa jólagjafir þegar þú ert erlendis?

„Nei, nei. Ég keypti gjafir í fyrra og pakkaði inn handa mjög mörgum. Ég er nýorðin sextug og ég held að ég sé ekki komin úr afmælisvímunni. Þess vegna er ég kannski ekki tilbúin að hugsa um jólin. Ég vona að einhver fái jólagjöf frá mér en ég reyndar stórlega efa það miðað við frammistöðu mína núna.“

Allt sem glitrar finnst Önnu Þóru fallegt.
Allt sem glitrar finnst Önnu Þóru fallegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Þóra segist vera vön að kaupa jólagjafir handa allt of mörgum. „Ég á það til að versla á netinu á nóttunni og kaupa ægilega fínt handa öllum. Og ég varla þekki fólkið! Ég ætla að breyta þessu núna. Þegar maður er kominn á sjötugsaldur má maður segja: „Æ ég gleymdi þessu.“

Það er mjög mikilvægt að eiga glansandi mittistösku.
Það er mjög mikilvægt að eiga glansandi mittistösku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

50 ára gömul jólakápa

Anna Þóra hefur úr mörgum fallegum flíkum að velja um jólin. „Ég er með ólæknandi fatadellu. Ég setti mér það áramótaheit að ég ætlaði bara að kaupa skópar einu sinni í mánuði en það sprakk í mars, þá var ég búin að kaupa ársbirgðir. Ég er mjög litaglöð og elska föt. Ég er ekki týpa sem vill eiga sömu Gucci-töskuna og allir aðrir. Ég hef aldrei átt neitt frá Gucci og vona að ég eignist aldrei neitt frá Gucci. Maison Margiela og Marni eru uppáhaldsmerkin mín.“

Fallegir spariskór frá Maison Margiela.
Fallegir spariskór frá Maison Margiela. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í ár finnst Önnu Þóru líklegt að hún muni klæðast fallegu gráu setti úr Cosmo um jólin. „Þetta er geggjað dress. Þú ert eina mínútu að henda þér í þetta. Þetta er bara eins og sparináttföt. Þú getur verið alls staðar í því,“ segir Anna Þóra og sér fram á að geta notað það hvort sem hún verður á Íslandi eða Tenerife.

„Ég keypti mér svarta hettupeysu með steinum í 38 þrepum um daginn. Sextug kona verður að eiga mjög flotta svarta hettupeysu ef hún ætlar að eiga hettupeysu,“ segir Anna Þóra. Það er auðvelt að fara í hettupeysuna við fallegan svartan kjól eins og Anna Þóra gerir ef það er kalt. Það gæti hún gert ef hún verður á Íslandi um jólin.

Allar konur þurfa eiga flotta hettupeysu.
Allar konur þurfa eiga flotta hettupeysu. mbl.isEggert Jóhannesson

Það er mikilvægt að eiga fallega yfirhöfn á jólunum. Rauða kápan hennar Önnu Þóru er í sérstöku uppáhaldi. „Þetta er 50 ára gömul kápa af mömmu minni. Ég skammaðist mín alveg svakalega mikið fyrir mömmu þegar hún var í þessari kápu af því mér fannst hún svo áberandi. En þetta er kápa sem ég ætla að eiga út lífið,“ segir Anna Þóra sem elskar að klæða sig á líflegan hátt í dag.

Rauðu kápuna átti móðir Önnu Þóru.
Rauðu kápuna átti móðir Önnu Þóru. mbl.isEggert Jóhannesson

Það er alls ekki verra að klæðast smá gulli og glimmeri yfir hátíðarnar. Anna Þóra verður ekki í vandræðum með að finna réttu skóna en gullituðu Miu Miu-skórnir hennar eru eins og klipptir út úr ævintýramynd. „Ég pantaði þá á netinu eina nóttina,“ segir Anna Þóra, sem segist aldrei gera mistök í netinnkaupunum.

Skór frá Miu Miu sem Anna Þóra pantaði eina nóttina.
Skór frá Miu Miu sem Anna Þóra pantaði eina nóttina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af hverju er svona gott að versla um miðja nótt?

„Þá er bara friður. Enginn að trufla mig og ég er svo hugmyndarík á nóttunni.“

Hálsmenið fékk Anna Þóra í sextugsafmælisgjöf.
Hálsmenið fékk Anna Þóra í sextugsafmælisgjöf. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hálsmenið keypti Anna Þóra á Ítalíu.
Hálsmenið keypti Anna Þóra á Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Var með tvö jólatré

„Við sofum út á aðfangadag og höldum svo stórt hádegisverðarboð. Við erum með alls konar paté, osta, ris a la mande og möndlugjöfin er þá. Við leggjum okkur þegar fólk fer, sem er jafnvel um fjögur. Það eru ekki lítil börn hjá okkur og þess vegna er okkur alveg sama þótt við borðum klukkan átta eða hálfníu. Við erum með kalkún með sveppa- og heslihnetufyllingu. Á jóladag erum við á náttfötunum og borðum afganga. Fjölskylda og vinir koma á jóladagsköld og við spilum fram á nótt,“ segir Anna sem er líka með veislu á gamlárskvöld og þá klæðist hún glitrandi fötum.

Er alveg tími fyrir allt þetta tilstand þegar maður rekur verslun líka?

„Við ákváðum fyrir um tíu árum að vera alltaf með lokað á aðfangadagsmorgun. Þegar maður er með mikið adhd þá rúllar maður nú ýmsu upp,“ segir Anna Þóra létt í bragði.

Það kom ekkert annað til greina en að vera með …
Það kom ekkert annað til greina en að vera með tvö jólatré í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
Jólaborðið er fallegt heima hjá Önnu Þóru.
Jólaborðið er fallegt heima hjá Önnu Þóru. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál