Sirkusstemning við Eiffel-turninn

Ljósmynd/Andrea Magnúsdóttir

Franska tískuhúsið Chanel opnaði ilmvatnssýningu í París á fimmtudaginn 15. desember. Á sýningunni Le Grand Numéro De CHANEL hleypir tískuhúsið fólki inn í sinn heim með öllum þeim töfraum sem skilingarvit einnar manneskju þola. Frítt er inn á sýninguna sem stendur yfir til 9. janúar. 

Sirkusstjórinn tók á móti fólki og bauð það velkomið ásamt …
Sirkusstjórinn tók á móti fólki og bauð það velkomið ásamt lúðrasveit.

Áður en gengið var inn á sýninguna velti blaðamaður því fyrir sér hvernig væri hægt að framkalla hughrif með ilmum einum og sér. Skyldi það vera hægt? Þær áhyggjur reyndust óþarfar því um leið og fæti var stigið inn á sýninguna byrjuðu töfrarnir að flæða fram með dansi, tónlist, galdramönnum og listafólki. Umgjörðin var eiginlega ólýsanleg. Í heiminum sem við lifum í er hraðinn svo mikill að við missum athygli á nokkrum sekúndum ef hugðarefnið fangar okkur ekki. Þess vegna var gaman að sjá hvernig sýningin var sett upp til þess að fá allar tegundir af fólki til að tengja. Bara á mismunandi hátt. 

Hér má sjá kjarnann í sirkústjaldinu. Allt skreytt með seríum …
Hér má sjá kjarnann í sirkústjaldinu. Allt skreytt með seríum og táknum sem minna á tískuhúsið. Svarti og hvíti liturinn er í forgrunni ásamt gylltu.
Dansarar dönsuðu við tónlistina af plötunni sem gefin var út …
Dansarar dönsuðu við tónlistina af plötunni sem gefin var út í tilefni af sýningunni. Það var unun á fylgjast með taktinum og hreyfingunum á þessu gyllta speglagólfi.

Sýningin er haldin við Eiffel-turninn á Grand Palais Éphémère. Hún er sett upp eins og sirkustjald. Í innsta hring er búið að koma fyrir kaffihúsi og bar þar sem sirkusstjórar ganga á milli og láta demantshringa enda í lokuðum umslögum í jakkavösum galdramanna. Fólk sem tengir við andaheima og spilagaldra finnst þetta kannski ekki merkilegt. En fólk sem er ekki vant því að láta saga sig í sundur uppi á sviði - hvað þá að láta dýrar eigur sínar í hendur ókunnugra - varð orðlaust. Sem betur fer skiluðu eigur fólks á rétta staði áður en farið var út af sýningunni. 

Ef þig hefur einhvern tímann dreymt um að vita hvaða ilmur þú ert þá gastu fengið þær upplýsingar á sýningunni. Það var gert með því að hitta sálfræðing sem spurði nærgöngulla og erfiðra spurninga. 

Í sirkustjaldinu dönsuðu dansarar á gullspeglum og mikið var lagt í öll smáatriði eins og lýsingu, hljóð og uppsetningu. Út frá sirkustjaldinu var hver ilmur með sitt rými. Chanel N°5, sem er elsti ilmur tískuhússins bauð upp á sýningar á frægum kjólum tískuhússins sem Nicole Kidman og fleiri frægðarmenni höfðu klæðst. Þar var líka hægt að fræðast um sögu tískuhússins. Þótt sumir haldi kannski bara að Coco Chanel hafi verið einhver heiladauður spariskór í síðbuxum sem svaf hjá ríkum mönnum var raunin ekki þannig. Hún byggði upp tískuveldi með eigin hugviti og gerði konum kleift að klæða sig á frjálslegri hátt. Hún var til dæmis ein sú fyrsta sem fór að sauma föt á konur úr teygjuefnium. Það gerðist í kringum fyrri heimstyrjöldina því þá var svo erfitt að fá fín efni því þegar stríð geysar þá verður vöruskortur líkt og við þekkjum í dag. Neyðin kennir naktri konu að spinna og vegna ástandsins ákvað hún að nota þau efni sem fáanleg voru. Það var þá sem fötin úr öllum teygjuefnunum urðu til en fram að þeim tíma höfðu þau einungis notuð í nærföt.

Í dag finnst okkur þetta fáránlegt enda föt úr teygjuefni stór hluti af öllum hversdagsfatnaði nútímakvenna. Yeoman-kjólarnir hefðu til dæmis ekki orðið svona arfavinsælir ef efnið hefði ekki innihaldið teygju. 

Fólk á misjafnar tengingar við ilmi. Mér verður alltaf hlýtt í hjartanu þegar ég finn ilm af Chanel No°5. Ilmurinn minnir mig á ömmu mína, Mörtu Maríu Jónasdóttur sem er 93 ára, og langömmu mína, Huldu Sólborgu Haraldsdóttur, sem fæddist á Álftanesi á Mýrum 30. desember 1902 og féll frá 28. desember 1993. Ef ég man rétt þá notuðu þær ilminn sparileg tilefni en ég man að mér fannst lyktin alltaf góð. 

Þegar gengið var inn í Coco Mademoiselle rýmið tóku við …
Þegar gengið var inn í Coco Mademoiselle rýmið tóku við risavaxnar kristalsljósakrónur og bleikir útkrotaðir veggir með allskonar skilaboðum.
Hér má sjá mismunandi varning frá tískuhúsinu sem er búið …
Hér má sjá mismunandi varning frá tískuhúsinu sem er búið að stilla upp eins og listaverkum.
Það var unun að labba inn í þennan sal sem …
Það var unun að labba inn í þennan sal sem tilheyrði Coco Mademoiselle. Þar var allt bleikt og búið að koma fyrir fallegum fötum og fylgihlutum frá Chanel. Öllu var raðað upp á fallegan hátt.
Í Coco Mademoiselle rýminu var allt bleikt. Á leiðinni út …
Í Coco Mademoiselle rýminu var allt bleikt. Á leiðinni út var búið að koma fyrir gamaldagssímtækjum ásamt fjölskyldustærð af ilminum. Hægt var að hringja í vel valin símanúmer og fá yfir sig gusur af ýmsu tagi. Nú eða staðfestingu á því að þú værir flottust!

„Le Grand Numéro de Chanel býður upp á tilfinningalegt ferðalag og tækifæri til að uppgötva allar hliðar og hlutverk ilmvatns,“ segir Thomas du Pré de Saint Maur, forstöðumaður skapandi auðlinda hjá fyrirtækinu.

Þessi sýning er ekki hefðbundin á nokkurn hátt en hún býður fólki í ferðalag til fortíðar þar sem sagan er sögð. Á sama tíma er nútímatækni notuð til þess að hreyfa við fólki og leyfa því að upplifa tilfinningar sem það vissi ekki að það hefði. Það að fara á þessa sýningu var svolítið eins og að fara í leikhús. Það var bara meiri lykt og fegurðin svo mikil á köflum að það var auðvelt að fá ofbirtu í augun. Þessi sýning er heldur ekki bara fyrir tískuskvísur til sjávar og sveita. Hún er fyrir alla fjölskylduna og líka fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir lykt. Tískuhúsið gaf út hljómplötu í tilefni af sýningunni sem er einnig aðgengileg á Spotify. Ef þið viljið komast í sanna Parísar-Chanel stemningu þá ýtið þið á spilarann og hækkið vel. Ef þú ert með áramótapartý og hefur áhyggjur af því að gestunum leiðist þá ættir þú að stilla á lag númer tvö á listanum og hækka vel í græjunum! 

Chanel No°5 hefur gert flottar auglýsingar í gengum tíðina.
Chanel No°5 hefur gert flottar auglýsingar í gengum tíðina.
Hér fyrir aftan var hægt að finna mismunandi lyktir af …
Hér fyrir aftan var hægt að finna mismunandi lyktir af Chanel No°5. Þessi ilmur sem er rúmlega 100 ára er fáanlegur í mismunandi styrkleika og útgáfum. Ljósmynd/Andrea Magnúsdóttir
Mikið var lagt í rými Chanel No°5. Í loftinu var …
Mikið var lagt í rými Chanel No°5. Í loftinu var myndbandsverk sem fór með fólk í ferðalag um ilmheima og geima.
Kjólar úr smiðju tískuhússins voru til sýnis.
Kjólar úr smiðju tískuhússins voru til sýnis.
Hér er ilmvatnssérfræðingur að sýna hvernig flöskur eru innsiglaðar.
Hér er ilmvatnssérfræðingur að sýna hvernig flöskur eru innsiglaðar.
Stemningin í kringum Bleu herrailminn minnti á næturklúbb.
Stemningin í kringum Bleu herrailminn minnti á næturklúbb.
Í rými Bleu frá Chanel var að finna bar þar …
Í rými Bleu frá Chanel var að finna bar þar sem hægt var að lykta af mismunandi gerðum af herrailminum.
Í Change Chanel rýminu var litapallettan lífleg og svolítið krakkaleg. …
Í Change Chanel rýminu var litapallettan lífleg og svolítið krakkaleg. Bleikur, grænn, appelsínugulur og fjólublár hittust hér í formi ballett-búninga.
Hægt var að fá förðun í rými ilmsins Change frá …
Hægt var að fá förðun í rými ilmsins Change frá Chanel.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál