Hvort varstu í Bónus-peysu eða eins og Gummi kíró?

Tískan var fjölbreytt á árinu sem var að líða.
Tískan var fjölbreytt á árinu sem var að líða.

2022 var mjög gott tískuár þar sem litir, munstur og skemmtilegheit fengu að njóta sín í botn. Þjóðin var þakklát fyrir að komast loksins fyrir alvöru úr heimagallanum og nýtti hvert tækifæri til þess að punta sig. Merkjavörutöskur, litríkir kjólar, dragtir og glitrandi eyrnalokkar voru áberandi.

Merkjavörurtöskur!

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta var áberandi á árinu en allt ætlaði um koll að keyra þegar hún sást með nýja Chanel-tösku. Um var að ræða svarta Chanel 19-tösku úr leðri. Hún sagði fylgjendum sínum á Instagram frá því að taskan hefði kostað 750.000 krónur þegar hún var keypt en hún hefði hækkað í verði síðan þá enda töluverð verðbólga. Töskur frá Louis Vuitton, Balenciaga og Prada voru líka vinsælar.

Lína Birgitta Sigurðardóttir festi kaup á Chanel 19-töskunni sem naut …
Lína Birgitta Sigurðardóttir festi kaup á Chanel 19-töskunni sem naut vinsælda á árinu.
Guðmundur Birkir Pálmason klæddist miklu af merkjavöru á árinu. Hér …
Guðmundur Birkir Pálmason klæddist miklu af merkjavöru á árinu. Hér er hann til dæmis í skyrtu frá Gucci. Ljósmynd/Arnór Trausti



Perlufestar og glitrandi eyrnalokkar!

Skartgripir voru áberandi árinu en 2022 var árið þar sem það hætti að vera kerlingarlegt að vera með perlufesti. Þegar Elísabet Englandsdrottning var jörðuð minntust konur hennar með því að bera perlufesti henni til heiðurs. Svo voru það stóru eyrnalokkarnir sem gerðu allt brjálað á árinu. Sem er ekkert skrýtið. Það verða öll föt eins og spariföt þegar fólk er komið með stóra lokka í eyrun.

Stórir eyrnalokkar með semelíusteinum voru vinsælir.
Stórir eyrnalokkar með semelíusteinum voru vinsælir.
Guðbjörg Sigurðardóttir, Ottó Guðjónsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Guðbjörg …
Guðbjörg Sigurðardóttir, Ottó Guðjónsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Guðbjörg er með síða perlufesti frá Chanel.

Skims-æði!

Fatamerki Kim Kardashian, Skims, naut mikilla vinsælda á árinu. Um er að ræða undirföt eins og toppa, samfellur, hjólabuxur og undirkjóla. Það var engin kona með konum nema eiga slíkt apparat til þess að sporta sig í á tyllidögum.

Litríkir kjólar með munstri!

Árið var ár litríkra kjóla. Falleg og glaðleg munstur, mismunandi snið og áferð mættust í þessu stóra kjólaári. Konur heimsins áttuðu sig á því að það að vera í víðum kjól er svolítið eins og að vera í náttfötum. Svona kjólar voru því tæknilega séð beint framhald af teygða heimajogginggallanum sem varð móðins í veirunni – bara örlítið meira smart.

mbl.is
mbl.is
Stella Björt Gunnarsdóttir í vintage-kápu og hvítu stígvélum. Dressið ramar …
Stella Björt Gunnarsdóttir í vintage-kápu og hvítu stígvélum. Dressið ramar inn tíðaranda ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson




Allt bleikt!

Bleiki liturinn skilaði skömminni á árinu. Í upphafi árs kynnti tískuhúsið Balmain samstarf við Barbie sem er afurð Mattel. Fendi var líka með sérstaka línu í bleiku sem vakti athygli. Oft er sagt að íslenskar konur vilji bara svört föt en 2022 afsannaði þá kenningu því önnur hver
manneskja var komin í bleikt eða grænt eða munstur. Kærustuparið Daníel Ágúst Haraldsson og Anna Kolfinna Kuran mættu til dæmis í stíl í teiti sem haldið var fyrr á árinu og fengu hrós fyrir.

Anna Kolfinna og Daníel Ágúst.
Anna Kolfinna og Daníel Ágúst.
Balmain og Barbie.
Balmain og Barbie.

Stór sólgleraugu!

Það var engin kona með konum nema eiga sólgleraugu til skiptanna. Þar kom ítalska tískuhúsið Gucci sterkt inn en líka Tom Ford, Balenciaga, Prada og Fendi svo einhver þekkt tískuhús séu nefnd. Sjóngler sem dökkna í sól voru líka mjög vinsæl á árinu en það er bara eitt sem fólk verður að passa sig á ef það er með slík gleraugu – ekki mæta með þau í beina útsendingu í sjónvarpið!

Halldóra Sif sló í gegn með fatamerki sitt Sif Benedicta.
Halldóra Sif sló í gegn með fatamerki sitt Sif Benedicta.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dragt í lit og slaufuskyrta!

Katrín prinsessa af Wales er ein af tískufyrirmyndum heimsins. Í ár sá hún mikið í drögtum og var ýmist í slaufuskyrtum innanundir eða rúllukragapeysum. Það var líka eitt trend sem hún var að vinna með á árinu og það var að vera í öllu í stíl; skyrtu, pilsi, skóm og kápu.

Agnes Hlöðversdóttir, Gréta Hlöðversdóttir og Brynja Nordquist. Stór sólgleraugu og …
Agnes Hlöðversdóttir, Gréta Hlöðversdóttir og Brynja Nordquist. Stór sólgleraugu og jakkar úr tvídefni voru áberandi hjá skvísum landsins. Þessi mynd var tekin í boði hjá Bioeffect Eggert Jóhannesson

Tvídjakkar!

Íslenskar konur voru sólgnar í jakka úr tvídefni sem minna óneitanlega á hönnun Coco Chanel. Þessir jakkar kostuðu þó ekk við notaðan Yaris heldur var hægt að fá þá á góðu verði í verslunum landsins. 

Bónus byrjaði með fatalíu.
Bónus byrjaði með fatalíu.

Við völdum íslenskt!

Oft er talað um að fólk sé ekki nógu duglegt við að klæðast íslenskri hönnun en það breyttist á árinu. Hildur Yeoman sló algerlega í gegn hjá öllum aldurshópum með sínum fallegu og munstruðu kjólum. Það gerði líka Halldóra Sif sem rekur Sif Benedicta en silkikjólar hennar voru eftirsóttir og líka kjólar Anítu Hirlekar og fleiri góðra hönnuða.

Jóhannes Jónsson í Bónus.
Jóhannes Jónsson í Bónus. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Katrín prinsessa.
Katrín prinsessa. AFP



Bónus byrjaði með fatalínu!

Ef það er eitthvert fatamerki sem á sess í hjarta landsmanna þá er það Bónus en þegar Jóhannes Jónsson heitinn opnaði verslunina 1989 upplifði þjóðin aukin lífsgæði. Í dag er samkeppni á matvörumarkaði meiri en hún var þá en það breytir því þó ekki að fatalína Bónuss seldist upp á núlleinni enda allt betra ef bleikur bónusgrís fylgir þér út í daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál