Móðir pönksins lét engan segja sér neitt

Hér má sjá hönnun Vivienne Westwood. Fatahönnuðurinn lést í gær …
Hér má sjá hönnun Vivienne Westwood. Fatahönnuðurinn lést í gær 81 árs að aldri. Samsett mynd

Breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood, féll frá í gær. Westwood hafði gríðarleg áhrif á tísku og pólitík og hefur verið kölluð móðir pönksins. Westwood var slétt sama um reglur og hafði litlar áhyggjur af því hvort að hún færi yfir velsæmismörk með hönnun og klæðaburði. 

Mörg eftirminnileg atvik hafa átt sér stað á tískusýningum Westwood. Fyrirsætan Kate Moss gekk niður tískupallinn berbrjósta í stuttu pilsi og borðaði ís. Naomi Campell ökklabrotnaði einnig í ofurháum hælum. 

Þrátt fyrir að vera einn frægasti fatahönnuður í heimi vildi Westwood meina að hún hafði engan áhuga á að verða fatahönnuður. Hún leiddist hins vegar út í fatahönnun í gegnum eiginmann sinn Malcolm McLar­en, umboðsmann Sex Pistols, en þau ráku vinsæla fatabúð saman. Fyrsta tískusýning hennar fór fram árið 1981 og sagði Westwood að á meðan aðrir hönnuðir hefðu fengið innblástur frá fötum fyrri alda þá hafði hún einfaldlega hermt eftir þeim.

Eins og sjá má hér að neðan eru sokkabönd og lífstykki algeng í hönnun hennar. Stórir og miklir kjólar sem má einna helst sjá á gömlum málverkum á fínum söfnum úti í heimi eru það líka. Köflótta mynstrið er einnig einkennandi fyrir hönnun hennar en það á djúpar rætur í breskri menningu. 

Brúðarkjóllinn frægi sem Sarah Jessica Parker klæddist í kvikmyndinni Sex …
Brúðarkjóllinn frægi sem Sarah Jessica Parker klæddist í kvikmyndinni Sex and the City var frá Vivienne Westwood.
Carla Bruni árið 1994 sýnir vetrarlínu Vivienne Westwood fyrir veturinn …
Carla Bruni árið 1994 sýnir vetrarlínu Vivienne Westwood fyrir veturinn 1994 til 1994 í París. AFP
Fyrirsætan Linda Evangelista sýnir sumarlínu Vivienne Westwood fyrir árið 1996 …
Fyrirsætan Linda Evangelista sýnir sumarlínu Vivienne Westwood fyrir árið 1996 í París. AFP
Tónlistarkonan Dua Lipa í Vivienne Westwood 2021.
Tónlistarkonan Dua Lipa í Vivienne Westwood 2021. AFP
Breska leikkonan Billie Piper í hönnun frá Vivienne Westwood 29. …
Breska leikkonan Billie Piper í hönnun frá Vivienne Westwood 29. nóvember 2021. AFP
Stella Moris gekk í hjónaband með Julan Assange, stofnanda WikLeaks, …
Stella Moris gekk í hjónaband með Julan Assange, stofnanda WikLeaks, í kjól frá Vivienne Westwood. AFP
Vivienne Westwood í París eftir að hún sýndi hönnun sína …
Vivienne Westwood í París eftir að hún sýndi hönnun sína fyrir veturinn 1997 til 1998 í París. AFP
Vivienne Westwood á tískusýningu haustið 2007.
Vivienne Westwood á tískusýningu haustið 2007. AFP
Vivienne Westwood ásamt fyrirsætum haustið 2009 en þarna má sjá …
Vivienne Westwood ásamt fyrirsætum haustið 2009 en þarna má sjá vor og sumarlínu hennar fyrir árið 2010. AFP
Vivienne Westwood á tískusýningu í París 2014.
Vivienne Westwood á tískusýningu í París 2014. AFP
Fyrirsæta sýnir vetrarlínu Vivienne Westwood fyrir veturinn 2014 til 2015.
Fyrirsæta sýnir vetrarlínu Vivienne Westwood fyrir veturinn 2014 til 2015. AFP
Breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood var pólitísk.
Breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood var pólitísk. Getty Images
Sumarlína Vivienne Westwood fyrir árið 2017.
Sumarlína Vivienne Westwood fyrir árið 2017. AFP
Pönkið var alltaf stór hluti af Vivienne Westwood. Þessi mynd …
Pönkið var alltaf stór hluti af Vivienne Westwood. Þessi mynd sínir fatahönnuðinn ásamt fyrirsætu þegar sumarlína merksins fyrir árið 2010 var sýnd í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál