Best klæddu sjörnurnar ollu ekki vonbrigðum

Það var nóg um glimmer og glamúr hjá best klæddu …
Það var nóg um glimmer og glamúr hjá best klæddu stjörnunum um áramótin. Samsett mynd

Heimurinn tók á móti nýju ári með stæl og þar eru stjörnurnar ekki undanskildar. Best klæddu stjörnurnar ollu ekki vonbrigðum og fögnuðu árinu 2023 og þeim einum er lagið, klæddar sínu fínasta pússi frá toppi til táar. 

Smartland tók saman tíu best klæddu stjörnurnar um áramótin, en svo virðist sem glimmer, pallíettur og glitrandi steinar hafi verið allsráðandi í ár. 

Dua Lipa var með bakið bert

Tónlistarkonan Dua Lipa tók bera bakið alla leið, en hún tók á móti nýja árinu klædd í kristalskjól úr vorlínu Ludovic de Saint Setnin 2023. Hvít undirföt gægðust upp úr kjólnum og óhætt að segja að Lipa hafi tryllt aðdáendur sína með djörfu áramótaútliti. 

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)

Vinkonur í stíl

Vinkonurnar Selena Gomez og Nicola Peltz Beckham voru í stíl í glitrandi kjólum frá Valentino. Þær eyddu áramótunum í lúxusfríi á Los Cobos í Mexíkó með eiginmanni Peltz, Brooklyn Beckham.

View this post on Instagram

A post shared by Selena Gomez (@selenagomez)

Fantaflott í gagnsæju

Fyrirsætan Bruna Lírio var glæsileg í hvítum gagnsæjum kjól frá Jacquemus.

Fyrirsætan Bruna Lírio í kjól frá Jacquemus.
Fyrirsætan Bruna Lírio í kjól frá Jacquemus. Skjáskot/Instagram

Allt annað en örvæntingarfull

Desperate Housewives-stjarnan Eva Longoria virtist allt annað en örvæntingarfull þegar hún klæddist glitrandi silfurlituðum kjól með rifu á annarri hliðinni. 

Rómantísk á áramótunum

Sænska tískugyðjan Matilda Djerf klæddist guðdómlegum kjól frá Mirror Palais um áramótin. 

Djörf í efnislitlum samfesting

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, var djörf á gamlárskvöld þegar hún klæddist þröngum samfestingi úr haustlinu Alaïa 2022. Við samfestingin var hún í svartri loðkápu. 

Kylie Jenner var glæsileg á gamlárskvöld.
Kylie Jenner var glæsileg á gamlárskvöld. Skjáskot/Instagram

Margir kjólar - sama kvöldið

Poppstjarnan Miley Cyrus klæddist nokkrum kjólum þegar hún hélt gamlárspartí með guðmóður sinni, tónlistarkonunni Dolly Parton. Öllu var til tjaldað í partíinu, allt frá Versace og Yves Saint Laurent til Gucci. Á fremstu myndinni er hún í klassískum kjól eftir Bob Mackie úr haustlínunni 2022. 

View this post on Instagram

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus)

Glitrandi á gamlárskvöldi

Leikkonan Shay Mitchelle skein skært í silfurlituðum kjól, en hún var svo ánægð með kjólinn að hún ákvað að fara aftur í hann morguninn eftir. 

Leikkonan Shay Mitchell.
Leikkonan Shay Mitchell. Skjáskot/Instagram

Síðasti dagur ársins

Fyrirsætan Cindy Mello var sannarlega glæsileg á síðasta degi ársins, en hún tók á móti árinu í fallegum kjól úr sumarlínu Georges Chakra 2022. 

View this post on Instagram

A post shared by CINDY MELLO (@cindymello)

Pallíettur í Disneylandi

Söng- og leikkonan Halle Bailey klæddist trylltum gagnsæjum samfestingi með pallíettum á meðan hún kom fram í Disneylandi um áramótin. 

View this post on Instagram

A post shared by Halle Bailey (@hallebailey)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda