57 ára og „loksins sátt í eigin skinni“

Fyrirsætan Paulina Porizkova tók á móti nýja árinu með stæl.
Fyrirsætan Paulina Porizkova tók á móti nýja árinu með stæl. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Paulina Porizkova byrjaði nýja árið af krafti og deildi táknrænni mynd af sér þar sem hún stendur ber í engu nema nærbuxum. Við myndina skrifaði hún persónulega færslu þar sem hún útskýrði að hún hefði ekkert að fela lengur og tæki því nýja árinu opnum örmum. 

Porizkova var ein eftirsóttasta fyrirsæta í heimi á níunda áratugnum, en hún segist þó hafa haft lítið sjálfstraust á þeim tíma og upplifað mikla dómhörku frá samfélaginu á hátindi frægðarinnar. Nú segist hún loksins sátt í eigin skinni, orðin 57 ára. 

„Ég hef ekkert að fela“

„Ég tek á móti nýja árinu ber vegna þess að ég hef ekkert að fela. Loksins er ég sátt í eigin skinni. Ég þarf enga brynju þegar ég er nú þegar vopnuð reynslu minni og þeirri visku sem hún hefur fært mér,“ skrifaði Porizkova við færsluna. 

Í færslunni leggur hún jafnframt áherslu á að styrkleikar hennar og kostir komi innan frá og séu ekki endilega sýnilegir utan frá, en þó svo að þeir sjáist ekki utan á henni séu þeir samt sem áður fyrir hendi og geri hana stolta. 

Hrár raunveruleikinn fram yfir glansmyndir

Á miðlum sínum leggur Porizkova áherslu á að sýna ekki einungis glansmyndir af sér, en hún hefur talað opinskátt um aldurshyggju og gagnrýnt fegurðartengda fordóma sem beinast að fólki þegar það fer að eldast. Þá segir hún samfélagið senda eldri konum skýr skilaboð um að þær verði að fela öll merki um öldrun, sem skapi mikla skömm meðal kvenna yfir því að eldast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda