Íslenskri hönnun hampað í tískutímariti

Margir mættu í úplunni Dyngju í opnunarteiti 66°Norður í London …
Margir mættu í úplunni Dyngju í opnunarteiti 66°Norður í London fyrir jól. Merkið hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Samsett mynd

Breska tískutímaritið Grazia fjallar um íslenska fataframleiðandann 66°Norður í nýjustu útgáfu tímaritsins sem kom út í vikunni. Í umfjölluninni er farið yfir merki sem gott er að þekkja fyrir skíðatímabilið og 66°Norður er þar í flokki með nokkrum öðrum þekktum útivistarmerkjum. 

Í greininni í Grazia er fjallað um mikilvægi þess að skíðafatnaðurinn sé ekki bara flottur í skíðabrekkunum heldur geti líka litið vel í borginni. „Til að lifa af veturinn í Reykjavík þá þarftu að klæðast útivistarfatnaði. Það er mjög algengt að sjá fólk á Íslandi klæðast sama jakkanum í borginni og í skíðabrekkunni. Á sama tíma og fatnaður okkar er prófaður og notaður af fólki sem hefur atvinnu af útivist í öllum veðrum þá er hann einnig hannaður fyrir almenna notkun. Fatnaðurinn er félagi fyrir alls kyns ævintýri,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi 66°Norður í viðtali við Grazia.

Tískutímaritið vinsæla birtir mynd af úlpunni Dyngju í umfjöllun sinni en Dyngja var nýverið valin besta alhliða úlpan af breska blaðinu Independent. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál