Strákarnir sem stálu senunni

Seth Rogen, Donald Glover, Billy Porter og Andrew Garfield fóru …
Seth Rogen, Donald Glover, Billy Porter og Andrew Garfield fóru út fyrir þægindarammann á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Samsett mynd/AFP

Leikarinn Billy Porter læðist ekki með veggjum þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir verðlaunahátíðir. Porter stal senunni á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í vikunni þegar hann mætti í bleikri múnderíngu. 

Jakkakjóllinn sem Porter klæddist er frá Christian Siriano og minnir óneitanlega á kjólinn sem hann var í á Óskarsverðlaunum árið 2019. Kjóllinn er enda frá sama hönnuði. 

Billy Porter.
Billy Porter. AFP/Jon Kopaloff

Leikarinn Donald Glover klæddist einnig eftirminnilegum fötum. Svörtum fínum jakka með stórum axlapúðum við silkináttföt frá Saint Laurent. 

Donald Glover.
Donald Glover. AFP/Frederic J. Brown

Leikarinn Andrew Garfield hætti sér líka út fyrir þægindarammann þegar hann valdi sér dökk appelsínugul jakkaföt í klassísku sniði. Seth Rogen var líka í sumarfíling þegar hann valdi sér laxableikan smóking við hvíta skyrtu. 

Andrew Garfield.
Andrew Garfield. AFP/Jon Kopaloff
Lauren Miller og Seth Rogen.
Lauren Miller og Seth Rogen. AFP/Amy Sussman
mbl.is
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ágústa Johnson
Ágústa Johnson
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál