Ekki vera goslaus á nýju ári

Samsett mynd

Sannkallað jarðlitaæði hefur tröllriðið tískuheiminum síðustu ár, en í ár virðist allt stefna í að djarfir og skærir litir verði aðalmálið. Síðasta haust frumsýndu flottustu tískuhúsin vortískuna 2023, en þar voru skærir litir allsráðandi og mikil litagleði. 

Skærir litir gætu verið einmitt það sem við þurfum á að halda núna. Það er ekki ólíklegt að margir upplifi svokallaðan janúarblús þessa dagana þegar skammdegið og kalda veðrið gerir allt hálflitlaust. Það þýðir þó ekki að fataskápurinn þinn þurfi að vera grámóskulegur. 

Sálfræðilegar rannsóknir á litum og áhrifum þeirra á skap, tilfinningar og hegðun manna hafa verið gerðar í auknum mæli síðasta áratuginn og sýnt að fólk virðist tengja ákveðna liti við sérstakar tilfinningar. Það er því engin tilviljun að skærir litir bæti skapið og því tók Smartland saman nokkrar skemmtilegar samsetningar sem ættu að auka framleiðsluna á gleðihormónum. 

Appelsínugulur

Margir tengja appelsínugula litinn við hlýju, góðvild og gleði. 

Fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsætan Romee Strijd í trylltri appelsínugulri dragt.
Fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsætan Romee Strijd í trylltri appelsínugulri dragt. Skjáskot/Instagram

Blár

Blár litur táknar visku, von, skynsemi og frið. 

Sænska fyrirsætan Elsa Hosk í bláu dressi með neon-grænt veski.
Sænska fyrirsætan Elsa Hosk í bláu dressi með neon-grænt veski. Skjáskot/Instagram

Gulur

Gulur getur verið tákn um von og gleði, en einnig hættu. 

Brasilíska Bruna Lírio í gulum sundfötum og gulri skyrtu.
Brasilíska Bruna Lírio í gulum sundfötum og gulri skyrtu. Skjáskot/Instagram

Rauður

Rauði liturinn er oft táknrænn fyrir ástríðu, spennu og ást. 

Norska fyrirsætan Frida Aasen í guðdómlegum rauðum síðkjól.
Norska fyrirsætan Frida Aasen í guðdómlegum rauðum síðkjól. Skjáskot/Instagram

Fjólublár

Fjólublái liturinn þykir dularfullur, göfugur og glæsilegur. 

Það er tilvalið að leika sér með litina, en hér …
Það er tilvalið að leika sér með litina, en hér er fjólublár augnskuggi notaður í stíl við fötin. Skjáskot/Instagram

Grænn

Grænn litur er oft táknrænn fyrir náttúruna, vöxt og ferskleika. 

Græni liturinn kemur í mörgum mismunandi tónum, en hann hefur …
Græni liturinn kemur í mörgum mismunandi tónum, en hann hefur verið vinsæll síðustu ár. Skjáskot/Instagram

Bleikur

Bleiki liturinn þykir mjúkur, íburðarlítill og jarðbundinn. 

Sænska tískugyðjan Matilda Djerf í bleikum kjól, en við kjólinn …
Sænska tískugyðjan Matilda Djerf í bleikum kjól, en við kjólinn er hún í skærgulum hælaskóm. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál