Málaði sig eins og bresk „skinka“

Kim Kardashian fylgist vel með tískustraumum á TikTok.
Kim Kardashian fylgist vel með tískustraumum á TikTok.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að fylgja helstu tískustraumum á samfélagsmiðlinum TikTok. Nú á dögunum birti hún, á sameiginlegum reikningi sínum og dóttur sinnar, myndband af sér mála sig eins og bresk „skinka“.

Trendið hefur verið vinsælt um nokkurt skeið en það felur í sér að nota heldur dökkan farða, lita augabrúnirnar kolsvartar, setja áberandi ljósan hyljara undir augun og skyggja kinnbeinin harkalega.

Kardashian, sem sjálf kom því í tísku að skyggja andlitið listilega með snyrtivörum, er nær óþekkjanleg sem bresk „skinka“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál