Góð ráð til að hugsa fataskápinn upp á nýtt

Ljósmynd/Samsett

Það þarf ekki að kaupa ný föt fyrir hverja árstíð. Galdurinn er stundum að gramsa í fataskápnum og horfa á eigin föt með nýjum augum.

Tískufróðar konur gáfu á dögunum tískuritinu Style Magazine góð ráð um hvernig megi endurnýta margt úr fataskápnum.

Pallíettur ekki bara fyrir jól og áramót

„Í sumar vantaði mig flottan kjól fyrir útihátíð. Ég fann í fataskápnum kjól sem ég nota bara á jólunum. Hann er mjög litríkur og alsettur pallíettum, appelsínugulur og silfraður. Mjög áberandi. Ég hefði aldrei trúað því að hann gæti virkað á sumrin. En þegar ég paraði appelsínugula strigaskó við kjólinn breyttist hann í frábæran sumarkjól. Mér leið ótrúlega vel í honum og skemmti mér konunglega. Maður verður að passa að flokka ekki fötin eftir tilefnum. Það er t.d. hægt að nota spariflíkur hversdags,“ segir Lilah Parsons plötusnúður og sjónvarpsþáttastjórnandi.

Zeena Shah klæðist pallíettum allan ársins hring. Ekki bara á …
Zeena Shah klæðist pallíettum allan ársins hring. Ekki bara á jólunum. Skjáskot/Instagram

Gramsaðu í fataskáp móður þinnar

„Ég klæðist eftir tilfinningum. Ég verð að finna mig í fötunum. Þegar ég þurfti að klæða mig fyrir verðlaunaafhendingu fór ég beint í uppsprettuna - beint til mömmu. Hún er mín helsta fyrirmynd og hefur alltaf verið smart. Ég gramsaði í fötunum hennar og fann sérstakan kjól sem vísar mjög í nígerískan uppruna okkar. Maður verður að líta út eins og maður sjálfur. Þarna fannst mér ég vera sterk og náði að túlka líðan mína.“

Lilah Parsons ákvað að vera í jólakjólnum um hásumar.
Lilah Parsons ákvað að vera í jólakjólnum um hásumar. Skjáskot/Instagram

Þrjú hálsmen í senn

„Ég mæli með því að bera þrjár ólíkar keðjur um hálsinn í einu. Þannig nær maður fram skemmtilegri áferð. Suma daga er ég með fimm ólík hálsmen ef ég vil vera smá óreiðukennd en svöl í útliti. Svo er ég með eitt hálsmen sem er aðeins lengra og hefur eitthvað skraut. Það lengir hálsinn og gefur ákveðinn miðjufókus. Ég sef með mínar keðjur enda þarf ekki alltaf að vera að skipta um hálsmen alla daga, vertu með þetta dag eftir dag og skemmtu þér svo við að bæta við hálsmenum ef eitthvað er,“ Marisa Hordern stofnandi Missoma.

Zezi Ifore er listamaður sem gramsar í fataskáp móður sinnar.
Zezi Ifore er listamaður sem gramsar í fataskáp móður sinnar. Skjáskot/Instagram

Stundum þarf bara eina góða skyrtu

„Ég skipulegg útlitið þannig að ég byrja alltaf á skyrtunum. Á daginn vel ég gallabuxur eða fínni buxur við þær en á kvöldin fer ég í svartar leðurbuxur. Á veturnar hef ég ermarnar niðri og fer í prjónapeysu yfir og bæti við grófum hálsmenum. Bestu skyrturnar eru með herrasniðu og ekki of víðar. Svo á maður alltaf að girða þær í buxnastrenginn að framan,“ Claire Le Marquard, stofnandi skartgripalínunnar Kristie Le Marque.

Íhugaðu fataslá

„Þegar ég átti lokaðan fataskáp þá kíkti ég í hann og fann ekkert til þess að vera í. Nú er ég með fataslá og get alltaf horft á fötin mín. Ég hef tekið eftir því að ég er farin að para saman mun fleiri föt en áður. Allt í einu sér maður mun fleiri möguleika en áður,“ Jasmine Hemsley kokkur og rithöfundur.

Marissa Hordern mælir með mörgum keðjum um hálsinn.
Marissa Hordern mælir með mörgum keðjum um hálsinn. Skjáskot/Instagram

Svala leiðin til að binda peysu um sig

„Það er smart að binda peysu um sig þannig að hún fari undir annan handlegginn og yfir hina öxlina. Það er nútímalegri leið til þess að taka peysu með sér ef það skyldi verða kalt. Í gamla daga batt maður peysur um mittið eða lét þær hvílast á öxlunum. Þetta er meira svalt. Það er líka flott að binda peysu yfir kápu en þá þarf að hafa yfir báðar axlirnar, annars verður þetta of stórt um sig,“ Jessie Randall stofnandi Loeffler Randall.

Eigðu stefnumót með fataskápnum

„Þetta er besta leiðin til þess að rifja upp allt sem leynist í fataskápnum. Kveiktu á góðri tónlist, helltu þér í glas og taktu svo allt út úr skápnum. Reyndu að uppgötva nýjar leiðir til þess að klæðast fötunum,“ Emma Slade Edmondson, markaðsfræðingur.

Notaðu bundinn kjól sem kápu

„Vertu óhrædd við að finna nýjar leiðir til þess að nota fötin. Oft getur bundinn kjóll hentað vel yfir rúllukragabol og gallabuxur. Í stað þess að binda böndin um mittið, þá bind ég bara lausa slaufu að framan og þetta virkar svolítið eins og kimono,“ Zeena Shah, listrænn stjórnandi.

Fataslá gefur góða yfirsýn yfir það sem maður á.
Fataslá gefur góða yfirsýn yfir það sem maður á.
Zeena Shah er listrænn stjórnandi og notar bundna kjóla sem …
Zeena Shah er listrænn stjórnandi og notar bundna kjóla sem jakka á veturna. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál