Er hægt að vera með ofnæmi fyrir sólarvörnum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það þurfi að velja …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það þurfi að velja sólarvörn vel því sólin er skaðleg fyrir húðina. Ljósmynd/Samsett

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá lesenda sem er að velta fyrir sér sólarvörnum. 

Hæ! 

Getur maður fengið ofnæmi gegn sólarvörnum? 

Kveðja, 

G

Ljósmynd/Unsplash

Sæl G. 

Já, maður getur það. Það eru viss innihaldsefni í sólarvörnum sem fólk getur fengið ofnæmi fyrir. Algengast er að það sé gegn ilmefnum eða rotvarnarefnum sem eru í sólarvörninni en getur líka verið gegn virku efnunum sjálfum. Mæli með því að velja ekki sólarvarnir sem innihalda mikið af ilmefnum, það er að segja sem eru með mikla lykt. Sólarvarnir skiptast í meginþáttum í tvennt, annars vegar steinefna sólarvarnir (mineral sunscreen) eða efna/kemískar sólarvarnir (chemical sunscreen).

Oft eru þær svo blandaðar, það er að segja bæði með steinefna vörn og kemíska vörn. Algengustu virkuefnin í kemískum sólarvörnum eru methoxycinnamate, benzophenone-2, benzophenone-3 (oxybenzone), og er ofnæmi gegn þessum efnum sjaldgæft en fyrir finnst. Zink og titaniumdioxide, sem eru virku efnin í steinefnasólarvörnum, vekja verulega sjaldan upp einhver snertiofnæmisviðbrögð og eru þá góður kostur fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir benzoneinnihaldsefnunum 

Til að komast að því hvort þú sért með ofnæmi fyrir einhverri vissri sólarvörn þá er hægt að gera ofnæmispróf hjá húðlæknum.

Kær kveðja,

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál