„Mig dreymdi alltaf um að vinna fyrir sjálfa mig“

Ingunn Sigurðardóttir.
Ingunn Sigurðardóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Ingunn Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur, elti drauminn og starfar við áhugamálið með bestu vinkonu sinni. Ingunn sem hefur haft mikinn áhuga á tísku og förðun síðan hún var unglingur er eigandi Reykjavík Makeup School og HI beauty.

„Ég myndi segja að áhuginn hafi alltaf verið til staðar á bæði förðun og tísku en ég var ekki mjög góð í að farða þegar ég var yngri og sáu mamma mín eða systir alfarið um að farða mig fyrir árshátíðir og böll í grunnskóla. Förðunaráhuginn kviknaði svo meira þegar ég byrjaði í menntaskóla. Ég fékk burstasett að gjöf frá vinkonu mömmu minnar og þá fór ég að horfa á Youtube-myndbönd og æfa mig sjálf heima. Þá varð ekki aftur snúið, ég varð „húkt“ á tækninni og listsköpuninni við förðun og ákvað í framhaldi af menntaskóla að fara í förðunarskóla,“ segir Ingunn þegar hún er spurð hvort hún hafi alltaf haft áhuga á förðun og tísku.

Er draumur að starfa við áhugamálið?

„Það er ekkert skemmtilegra en að fá að starfa við það sem ég elska. Mig dreymdi alltaf um að vinna fyrir sjálfa mig og byggja eitthvað upp frá grunni og það er nákvæmlega það sem ég er að gera í dag með einni af mínum bestu vinkonum. Það að samtvinna það við eitt stærsta áhugamálið mitt, förðun, er algjör draumur og ég gæti ekki ímyndað mér betra starf,“ segir Ingunn.

„Ég og Heiður Ósk, vinkona og samstarfskona, myndum dúóið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt sem tengist snyrtivörum og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021. HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræðigrunninum við förðunarheiminn og fjölmiðla,“ segir Ingunn um fyrirtækin en saman hafa þær Heiður meðal annars stjórnað þáttunum Snyrtiborðinu á Vísi og komið fram í þáttunum Make Up sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans.

Hugsar sérstaklega vel um húðina

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég er með mjög viðkvæma húð og þarf oft að passa mig á því hvað ég nota. Ég hef alltaf passað mig extra vel á því að þrífa húðina á hverju kvöldi. Ég hef aldrei farið að sofa með farða eða óhreinindi á húðinni og svo passa ég að gefa henni góðan raka og verja hana fyrir umhverfinu. Síðustu mánuði er búið að vera ótrúlega kalt úti og eru uppáhaldsvörurnar mínar í húðrútínunni þessa dagana La Roche Posay Hyalu B5 Serumið og Water Sleeping Mask frá Laneige.“

La Roche Posay Hyalu B5 Serum.
La Roche Posay Hyalu B5 Serum.
Water Sleeping Mask frá Laneige hefur komið sér vel í …
Water Sleeping Mask frá Laneige hefur komið sér vel í vetur.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Það er mjög mismunandi eftir dögum, skapi og tíma sem ég hef til að græja mig en ég er mjög mínimalísk þegar kemur að förðun á sjálfa mig og þá sérstaklega dagsdaglega. Ég nota yfirleitt alltaf farða og/eða hyljara á húðina, mismunandi hversu léttan eða þekjandi. Það fer svolítið eftir ástandi húðarinnar hverju sinni. Þegar húðin er í góðu standi þá elska ég að nota Sensai Kanebo Bronzing Gel og smá hyljara þar sem ég þarf.

Annars nota ég yfirleitt alltaf glært púður á T-svæðið svo ég glansi ekki þegar líður á daginn og vel af krem-bronzer eða sólarpúðri. Ég greiði alltaf augabrúnirnar upp með augabrúnageli og nota augabrúnablýant til að fylla aðeins í þær þar sem ég er með mjög þunnar augabrúnir náttúrulega og þarf smá hjálp þar. Uppáhaldstvennan þessa dagana er Brow Setter frá Benefit sem er glært augabrúnagel og Micro Brow Pencil frá NYX.

Dagsdaglega nota ég yfirleitt aldrei maskara, ég elska að koma heim á kvöldin og að þurfa ekki að taka af mér maskarann. Ég er svo alltaf með Lip Sleeping Mask frá Laneige í snyrtibuddunni og nota það sem varasalva í gegnum daginn.“

Ingunn notar glært augbrúnagel frá Benefit.
Ingunn notar glært augbrúnagel frá Benefit.
NYX Micro Brow Pencil.
NYX Micro Brow Pencil. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
Laneige Lip Sleeping Mask er alltaf í snyrtibuddunni.
Laneige Lip Sleeping Mask er alltaf í snyrtibuddunni.




En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Þegar ég fer eitthvað fínt þá geri ég alveg extra húðvinnu, ég elska að farða húðina, það er uppáhaldsparturinn minn og augun mæta alltaf afgangi. Ég er hrædd um að það væri alltof langt að lýsa ferlinu sem fer í húðvinnu en ég nota alltaf mikið af kremvörum, til dæmis bronzer, kinnalit og „highlighter“ í kremformi og svo nota ég einnig allar þær vörur líka í púðurformi. Þá helst förðunin langt fram eftir kvöldi og jafnvel undir næsta morgun ef skemmtunin er það lengi.

Til að ýkja aðeins augun þá nota ég oftar en ekki sólarpúðrið mitt og ljómapúður sem augnskugga og stundum dökkbrúnan augnskugga sem smá „eyeliner“. Ég elska að bæta við örfáum stökum augnhárum til að ýkja aðeins augun og setja ljósan „beige“ augnblýant í neðri votlínuna. Ég nota alltaf maskara þegar ég fer eitthvað fínt og uppáhaldsmaskarinn minn er Lash Freak frá Urban Decay!

Svo elska ég 90's-varir, að nota dekkri varablýant og ljósari varalit. En ég get alls ekki verið með gloss, veit ekki hvað það er en ég hef aldrei fílað mig með gloss. Í lokin er svo auðvitað ómissandi að nota gott Setting Sprey til að halda öllu á sínum stað og þá elska ég Urban Decay All Nighter Setting-spreyið! Algjörlega ómissandi!“

Urban Decay Lash Freak
Urban Decay Lash Freak
All Nighter Setting Spreyið frá Urban Decay.
All Nighter Setting Spreyið frá Urban Decay.



Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Þegar ég tek dekurstund þá elska ég að þrífa húðina vel, setja á mig góðan rakamaska og svo andlitsolíu og nota Gua Sha-steininn minn til að nudda vel andlitið yfir góðum þætti eða góðri mynd. Ég fjárfesti einnig nýlega í stórum Gua Sha líkamssteini frá Nola og elska að setja á mig líkamsáburð eða líkamsolíu og nota hann.“

Sólarpúður og ljómapúður í uppáhaldi

Hvað er mest notaða snyrtivaran í snyrtibuddunni þinni?

„Ég elska sólarpúður og ljómapúður. Þessar tvær snyrtivörur eru eitthvað sem ég kaupi ógrynni af og á alltaf endalaust af úrvali þar. Ætli ég verði ekki að velja hér sólarpúðrið þar sem ég blanda yfirleitt alltaf þremur til fjórum týpum saman og elska að prófa ný. Ambient Lighting Bronzer frá Hourglass hefur lengi verið í uppáhaldi og ég á hann alltaf til í snyrtibuddunni.“

Ambient Lighting Bronzer frá Hourglass.
Ambient Lighting Bronzer frá Hourglass.

Er einhver ný vara í snyrtibuddunni hjá þér?

„Nýjustu vörurnar mínar í snyrtibuddunni minni núna eru Bye Bye Pores Bronzer Powder frá IT Cosmetics og Bye Bye Pores Blush frá IT Cosmetics. Ég elska þessar vörur, bæði sólarpúðrið og kinnalitinn.“

Kinnaliturinn Bye Bye Pores Blush frá IT Cosmetics er nýr …
Kinnaliturinn Bye Bye Pores Blush frá IT Cosmetics er nýr í snyrtibuddunnni hennar Ingunnar.

Hvað er á óskalistanum hjá þér?

„Úff, það er svo margt á óskalistanum, ég er stanslaust að vista eitthvað sem ég sé á TikTok til að kaupa. Til að nefna einhverjar vörur þá verð ég að segja Copacabana Bronze Oil frá Seoul de Janeiro. Þessi líkamsolía á að gefa þér fullkomna „glowy bronze“-áferð á húðina og er á listanum fyrir vorið og sumarið, hlakka til að prófa hana. Svo er ég lengi búin að ætla að prófa Future Skin Gel Foundation frá Chantecaille, þessi farði er í dýrari kantinum þannig að ég hef ekki alveg leyft mér að eyða í hann strax en vonandi einhvern daginn.“

Farðinn Future Skin Gel Foundation frá Chantecaille er á óskalistanum.
Farðinn Future Skin Gel Foundation frá Chantecaille er á óskalistanum.

Mikilvægt að nota hyljarann rétt

Hvað finnst þér algeng mistök hjá konum þegar kemur að förðun?

„Kannski ekki mistök en það eru margir sem gleyma að setja hyljara hjá innri augnkróknum alveg við hliðina á nefinu. Þessi staður á það til að vera mjög dökkur eða með miklum litabreytingum og á það til að dökkna eftir því sem við eldumst. Viðbrögðin eru alltaf jafn skemmtileg þegar konur sjá muninn á að setja smá hyljara þarna, augnsvæðið verður svo fallegt og bjart við það. Ég sjálf gerði þetta ekki fyrst þegar ég byrjaði að farða mig en mun aldrei sleppa þessum stað í dag.

Mig langar líka að nefna hér að margir eiga það til að nota rosa mikið magn af hyljara undir augun og eiga í vandræðum með að hyljarinn fari í línur fljótt. Ég mæli alltaf með að prófa að sleppa því að nota svampinn sem kemur með hyljaranum og setja frekar smá á handarbakið eða lófann og nota bursta eða fingurinn til að setja hann undir augun og á þau svæði sem þú vilt.“

Hvað heldur þú að sé að koma sterkt inn í vor?

„Það verður mikið um kinnaliti og ljómandi húð. Ég held að við munum sjá mikið af berja- og plómukinnalitum. Mínimalísk húð og sterkar 90's-varir. Ég held einnig að augabrúnirnar verði aðeins mótaðri, færumst aðeins frá sápubrúnum og í aðeins léttari mótaðar augabrúnir,“ segir Ingunn.

Hvert sækir þú innblástur?

„Ég sæki mestan innblástur á Instagram og TikTok. Uppáhalds-Instagram-síðurnar mínar til að sækja innblástur þegar kemur að förðun og lúkkum eru Jessica Goicoechea (@goicoechea) og Nikki Wolff (@nikki_makeup).“

View this post on Instagram

A post shared by Nikki_Makeup (@nikki_makeup)



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál