Tryllast yfir klæðnaði Sams Smiths

Sam Smith mætti á rauða dregilinn í latexgalla eftir fatahönnuðinn …
Sam Smith mætti á rauða dregilinn í latexgalla eftir fatahönnuðinn Harri. AFP

Bresku tónlistarverðlaunin voru veitt hinn 11. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Þangað mætti hver stórstjarnan á eftir annarri og kepptist um að eiga eftirminnilegasta útlitið á rauða dreglinum. 

Í ár er óhætt að segja að Sam Smith hafi tekist sérlega vel að fanga athyglina á rauða dreglinum, enda hafa netverjar talað um lítið annað en latexgalla Smiths á samfélagsmiðlum síðustu sólarhringa. 

Á tónlistarverðlaununum klæddist Smith svörtum latexgalla með uppblásnum hand- og fótleggjum eftir fatahönnuðinn Harikrishnan Keezhathil Surendran Pilla, betur þekktan sem Harri. Gallinn nær upp í háls, en af myndum að dæma virðast latexhanskar og hælaskór vera fastir við gallann. 

Gallinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli á samfélagsmiðlum, enda óhefðbundið …
Gallinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli á samfélagsmiðlum, enda óhefðbundið í laginu. AFP

Brandarakeppni á Twitter

Netverjar virðast vera að missa sig yfir klæðnaði Smiths á netinu og reyta af sér brandarana. 

„Þegar ég prumpa í blautbúninginn minn,“ skrifaði einn með vísan til uppblásinna fótleggjanna, en aðrir grínuðust með að Smith hefði verið að smygla Capri Sun-djús á viðburðinn. Þá var gert grín að þeirri stefnu flugfélagsins Ryanair að rukka fyrir farangur og sagt að Smith hefði klætt sig í allan fataskápinn sinn.  

Þá virðist hálfgerð brandarakeppni hafa farið af stað á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem notendur keppast við að finna hvað klæðnaðurinn minnir helst á.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál