Íslenskar konur hugsa vel um húðina

Ljósmynd/Samsett

Íslenska húðvörumerkið Bioeffect hefur þróað nýja tegund af húðdropum, EGF Power Serum. Húðdroparnir byggja á fyrstu vörunni sem fyrirtækið setti á markað 2010. Þessir nýju húðdropar eru með enn meiri virkni og eru hugsaðir fyrir eldri og þroskaðri húð.

Í síðustu viku bauð fyrirtækið nokkrum vel völdum konum í heimsókn til þess að prófa nýju húðdropana. Tekið var á móti nokkrum hópum sem fékk tækifæri til þess að hreinsa á sér húðina, bera á sig andlitsvatn, maska og nýja serumið og power kremið frá fyrirtækinu. 

„EGF Power Serum var sérstaklega þróað fyrir þroskaða húð til að styrkja varnarlag hennar og jafna húðlit auk þess að vinna á helstu sýnilegu merkjum öldrunar. Sérstaða Bioeffect eru vaxtarþættirnir sem Orf Líftækni framleiðir úr byggplöntum með aðferðum plöntulíftækni. Byggið er ræktað í vikri í vistvænu hátæknigróðurhúsi á Reykjanesi og vökvað með hreinu íslensku vatni. Auk lykilinnihaldsefnanna EGF og KGF inniheldur þessi framsækna formúla hýalúronsýru, NAG og fleiri náttúruleg efni sem sjá til þess að draga úr sýnileika hrukka, auka raka og lágmarka litamisfellur,“ segir Sigrún Dögg Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu. Hún segir að það sé nóg að nota 2-4 dropa daglega til þess að fá dropana til að virka vel. 

Eftir að allir voru komnir með tandurhreina húð gafst gestum kostur á að fara í förðun hjá förðunarmeisturum sem starfa hjá MAC. 

Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og plötusnúður lét sig ekki …
Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og plötusnúður lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Dagný Pétursdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Harpa Káradóttir …
Dagný Pétursdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Harpa Káradóttir eru hér í miðri húðrútínu. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigrún Dögg Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar og þróunar hjá Bioeffect.
Sigrún Dögg Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar og þróunar hjá Bioeffect. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Hér er var verið að þrífa andlitið vel.
Hér er var verið að þrífa andlitið vel. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Harpa Káradóttir eigandi Makeup Studio Hörpu Kára er hér fyrir …
Harpa Káradóttir eigandi Makeup Studio Hörpu Kára er hér fyrir miðri mynd. Liv Bergþórsdóttir forstjóri fyrirtækisins er lengst til hægri. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á Trendneti er hér í förðun.
Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á Trendneti er hér í förðun. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Eftir húðmeðferðina var boðið upp á förðun hjá förðunarmeisturum í …
Eftir húðmeðferðina var boðið upp á förðun hjá förðunarmeisturum í MAC. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Áslaug Hulda Jónsdóttir, Inga Lind Karlsdóttir og Liv Bergþórsdóttir.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, Inga Lind Karlsdóttir og Liv Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður og crossfit iðkandi er hér er …
Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður og crossfit iðkandi er hér er að bera á sig maska. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Dagný Pétursdóttir og Rósa María Árnadóttir eru hér með maska …
Dagný Pétursdóttir og Rósa María Árnadóttir eru hér með maska í andlitinu. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Hrafnhildur Arnardóttir og Berglind Guðmundsdóttir. Þess má geta að Hrafnhildur …
Hrafnhildur Arnardóttir og Berglind Guðmundsdóttir. Þess má geta að Hrafnhildur hannar undir nafninu Shoplifter og hannaði viðhafnarútgáfu af Bioeffect seruminu sem kom á markað 2020. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Hrafnhildur Arnardóttir er hér að bæta örlítið í augabrúnirnar.
Hrafnhildur Arnardóttir er hér að bæta örlítið í augabrúnirnar. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigrún Dögg Guðjónsdóttir og Elísabet Austmann.
Sigrún Dögg Guðjónsdóttir og Elísabet Austmann. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot og Áslaug Hulda Jónsdóttir …
Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot og Áslaug Hulda Jónsdóttir aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Svana Lovísa Kristjánsdóttir.
Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Svana Lovísa Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Auður Stefánsdóttir lét sig ekki vanta.
Auður Stefánsdóttir lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Pattra Sriyanonge setti á sig hárband svo hún fengi ekki …
Pattra Sriyanonge setti á sig hárband svo hún fengi ekki húðvörur í hárið. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Brynja Magnúsdóttir, Liv Bergþórsdóttir og Sigrún Dögg Guðjónsdóttir.
Brynja Magnúsdóttir, Liv Bergþórsdóttir og Sigrún Dögg Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál