Óþekkjanleg á fyrstu forsíðunni eftir skilnað

Gisele Bündchen var á sinni fyrstu forsíðu eftir skilnaðinn.
Gisele Bündchen var á sinni fyrstu forsíðu eftir skilnaðinn. AFP/Angela Weiss

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bündchen er sannarlega óþekkjanleg á forsíðu ítalska Vogue í mars. Þetta er fyrsta forsíðan sem Bündchen prýðir eftir að hún skildi við NFL-leikmanninn Tom Brady. 

Á forsíðunni er fyrirsætan með rauða hárkollu. Hárkollan er í stíl við kjólinn sem Bündchen klæðist, en hún er í rauðum hálfgegnsæum kjól frá Valentino. 

Í myndaseríunni inni í blaðinu er Bündchen í fjölda dulargerva, hún er með bláa hárkollu, ljósa hárkollu og svarta hárkollu. 

Bündchen og Brady gengu frá skilnaði sínum í október á síðasta ári eftir 13 ára hjónaband.

View this post on Instagram

A post shared by Vogue Italia (@vogueitalia)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál