Þorvaldur Davíð klæddist lúxus jakkafötum

Þorvaldur Davíð Kristjánsson í fallegum bláum jakkafötum.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson í fallegum bláum jakkafötum. AFP

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson var flottur í tauinu á kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu sem rísandi stjarna í sérstaklega fallegum dökkbláum jakkafötum. 

Jakkafötin voru frá merkinu Stephan F. Jakkafötin voru glerfín en Þorvaldur Davíð var þó afslappaður með því að sleppa bindi og vera ekki með hneppt upp í háls. Hvít skyrtan var með bláum tölum í stíl við jakkafötin. Fleiri stjörnur eru einnig aðdáendur merkisins og má þar nefna tónlistarmanninn Jon Bon Jovi sem er aðdáandi. 

Hér má sjá Þorvald Davíð í Berlín í jakkafötunum fínum. 

Skyrta Þorvaldar Davíðs var í stíl við jakkafötin.
Skyrta Þorvaldar Davíðs var í stíl við jakkafötin. AFP
Hér má sjá Þorvald Davíð Kristjánsson með hinum stjörnunum.
Hér má sjá Þorvald Davíð Kristjánsson með hinum stjörnunum. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál