Vertu skvísa en sparaðu samt!

Maður þarf ekki að eyða fúlgum fjár í að vera …
Maður þarf ekki að eyða fúlgum fjár í að vera gella. Samsett mynd

Öll viljum við gera okkar besta til að líta þokkalega út. Það getur þó kostað sitt að vera skvísa, sérstaklega ef fólk er að spara til þess að geta í náinni framtíð keypt sitt eigið húsnæði, eða bara farið nokkrum sinnum til útlanda á árinu. 

Smartland tók saman bestu sparnaðarráðin fyrir skvísur þessa lands!

Litaðu augabrúnirnar heima

Miklar skvísur vilja fara í litun og plokkun á nokkurra vikna fresti. Það er hins vegar rándýrt að fara reglulega á stofu. Í apótekum sem og matvöruverslunum er að finna augabrúnalit og festi sem kostar aðeins brot af því sem litun og plokkun á stofu kostar. Þannig kostar hver litun skít og kanil.

Litaðu hárið heima

Ódýrast er auðvitað að sættast við sjálfan sig og sinn eigin hárlit. Svo er líka í tísku að vera með grátt hár núna. En fyrir þær sem vilja hressa upp á útlitið er gott að koma upp sér þá færni að geta litað sig sjálf heima. Eftir nokkur skipti verður þú alveg komin með þetta upp á lagið. 

Ódýrt brúnkukrem

Dýrasta brúnkukremið er ekki alltaf besta brúnkukremið. Með komu Bondi Sands til landsins er til dæmis komið merki á brúnkuvörumarkaðinn sem er talsvert ódýrara en þau dýrustu. Svo fást líka brúnkukrem í Bónus sem kosta helmingi minna en þau sem fást í apótekum eða snyrtivörudeildum. Svo er ráð að fjárfesta í góðum brúnkuhanska, sem kostar sitt, en endist mun betur og lengur en þessir ódýrustu.

Hættu að fara í neglur

Það er rosa gaman að vera með fínar neglur. En það kostar frekar mikið að fara á nokkurra vikna fresti á naglastofu. Það tekur enga stund að græja neglurnar heima og þar að auki er það miklu ódýrara. Naglaþjöl og tveir til þrír litir af naglalakki kostar mun minna en að fara alltaf á stofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál