Sinnir samfélagsþjónustu í Chanel

Cardi B er skvísa á meðan hún sinnir samfélagsþjónustu.
Cardi B er skvísa á meðan hún sinnir samfélagsþjónustu. Samsett mynd/Twitter

Tónlistarkonan Cardi B fór ekki í ódýrustu fötin þegar hún innti af hendi samfélagsþjónustu nýverið. Cardi B hlaut dóm í september á síðast ári þegar hún viðurkenndi að hafa skipulagt líkamsárásir á nektarstað árið 2018. 

Söngkonan þarf að inna af hendi 15 daga af samfélagsþjónustu og gaf aðdáendum sínum örlitla innsýn inn í vinnuna á Twitter í vikunni. Þar sýndi hún hverju hún klæddist.

Var hún í svörtum hlýrabol og íþróttabuxum úr samstarfslínu sinni með Reebok. Svo klæddist hún hvítmáluðum Maison Margiela Tabi stígvélum og var með Chanel-húfu á höfðinu. 

„Dagur númer eitthvað í helvítinu af samfélagsþjónustu... fylgið lögunum!!“ skrifaði söngkonan við speglamynd af sjálfri sér. Á miðvikudag deildi hún svo annarri mynd af sér í sömu stígvélum, íþróttabuxum og peysu. „Samfélagsþjónusta. Þarf að klára marga tíma í dag og er mjög þreytt. Ef þú brýtur af þér þarftu að gjalda fyrir það,“ skrifaði hún við myndina.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál