„Við vitum að við erum mjög kvenlegir og klæðumst kvenlega“

Bræðurnir Gunnar Skírnir og Sæmundur eru óaðskiljanlegir.
Bræðurnir Gunnar Skírnir og Sæmundur eru óaðskiljanlegir. Kristinn Magnússon

Eineggja tvíburabræðurnir Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir eru þekktir fyrir litríkan og skemmtilegan fatastíl. Bræðurnir, sem hafa meðal annars vakið athygli í Æði-þáttunum, hafa ekki verslað í karladeildum fatabúða í nokkur ár. 

„Ég er fæddur á undan og er það heilum klukkutíma og 40 mínútum en ég held að við höfum ekki verið svo lengi frá hvor öðrum síðan. Við erum strákar en kippum okkur ekki upp við það þegar fólk heldur að við séum stelpur eða kallar okkur stelpur, vegna þess að við vitum að við erum mjög kvenlegir og klæðumst kvenlega,“ segir Gunnar Skírnir og segir þá eiga einstakt samband og eiga sömu vini.

„Sambandið okkar er mjög sterkt og höfum við alltaf verið bestu vinir frá því þegar ég man eftir mér, eða okkur. Við höfum alltaf átt sömu vini og verið í sama vinahóp, en það kom tímabil í byrjun framhaldsskóla þar sem ég vildi eignast mína eigin vini, en það gekk ekkert svaka vel og við söknuðum hvor annars mikið,“ segir Gunnar.

Gunnar Skírnir og Sæmundur elska að pæla í hverju þeir …
Gunnar Skírnir og Sæmundur elska að pæla í hverju þeir eiga að vera. mbl.is/Kristinn Magnússon

Deila flestum fötum

Bræðurnir hafa vakið mikla athygli fyrir flottan fatastíl og fara ótroðnar slóðir í klæðnaði. Þeir þakka móðir sinni tískuáhugann sem kviknaði snemma.

„Fatastíllinn okkar er mjög litríkur og en einnig fjölbreyttur og hefur breyst mikið í gegnum árin. Það fer líka mjög mikið eftir því hvað við erum að gera. Við höfum notað gleraugu síðan við vorum í grunnskóla og í staðinn fyrir að nota linsur þá fáum við okkur alltaf einhver flott gleraugu sem eru í stíl, og sólgleraugu líka. Við verslum alltaf gleraugun okkar af Sjáðu gleraugnaversluninni því þau eru með svo litrík og einstök gleraugu sem fara okkur mjög vel.

Við reynum okkar besta til að vera alltaf í stíl og höfum gert það síðan við vorum litlir. Við reynum alltaf að klæðast sömu fötunum, nema hvor í sínum litnum. Þegar við vorum litlir þá vorum við alltaf í neon-bleikum og neon-fjólubláum gallabuxum í skólanum, og áttum þær líka í grænum og appelsínugulum. Við fórum líka í skólann með fjaðratrefla í alls konar litum, og auðvitað var gert grín að okkur vegna þess, en það hafði mjög lítil áhrif á okkur á þessum tíma. Við áttum líka marga heilgalla sem voru alveg eins nema hvor í sínum lit, svo já við höfum alltaf verið í stíl,“ segja bræðurnir.

Með neglur í stíl við fötin.
Með neglur í stíl við fötin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar við erum að fara út þá pælum við mjög mikið í því hverju við ætlum að klæðast og það getur stundum tekið um 30 mínútur að ákveða sig. Við erum oftast sammála um hverju við eigum að fara í en stundum ekki og þá þurfum við að skipta um föt svona tvisvar til þrisvar áður en við förum út. Við eigum líka flest öll föt sameiginlega og skiptumst oft á. Við köllum það að „mixa og matcha“. Þetta er alveg pínu ferli.“

Gunnar Skírnir og Sæmundur segja móður sína bera ábyrgð á tískuáhuganum og segja að hún hafi átt marga flotta hælaskó og stígvél sem þeir voru vanir að stelast í. Kápurnar og feldarnir hennar heilluðu einnig. „Þegar mamma og pabbi fóru út á lífið þá héldum við Sæmi oft tískusýningu með barnapíunum okkar. Við vorum módelin og klæddumst öllum fötunum hennar mömmu. Einnig vorum við áskrifendur að tímaritinu Júlíu, sem var tískublað um fræga fólkið úti í heimi sem kom út í hverri viku. Við rifum alltaf blaðsíðurnar úr tímaritinu og hengdum það upp á vegg,“ segir Gunnar Skírnir en þetta voru stjörnur á borð við tónlistarkonurnar Nicki Minaj, Rihönnu og Beyoncé svo einhverjar séu nefndar.

Fötin þeirra eru litrík.
Fötin þeirra eru litrík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fengu sjálfstraustið aftur þegar þeir komu út úr skápnum

„Við verslum yfirleitt í konudeildum þegar við verslum á netinu eða í fatabúðum á Íslandi og ég held að hvorugur okkar hafi kíkt á karladeildina í nokkur ár. Það er alltaf bara það sama að frétta hjá þeim en okkur finnst koma meira svona „trend“ í kvennadeildunum og yfirleitt bara litríkari og skemmtilegri föt í boði. Mér finnst eins og allir strákar eigi að geta verslað í báðum deildum þótt einhverjum finnist það skrýtið enn þá. Þú átt bara að klæðast því sem þér finnst flott en ekki einhverju sem þú heldur að öðrum finnist flott eða passa við,“ segir Sæmundur.

Gunnar Skírnir og Sæmundur versla kvenleg föt og ganga um …
Gunnar Skírnir og Sæmundur versla kvenleg föt og ganga um í hælum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum alveg gert tískumistök áður og það var þá helst frá svona 9. bekk upp í annað ár í framhaldsskóla. Þegar við áttuðum okkur á því að við værum samkynhneigðir þá klæddumst við alltaf bara gráum joggingbuxum og hettupeysum, sem ég myndi ekki láta sjá mig í í dag. Þá vorum við frekar langt inni í skápnum og hreinlega þorðum ekki að klæðast öðruvísi. Við fengum sem betur fer sjálfstraustið okkar aftur þegar við komum út úr skápnum og byrjuðum þá aftur að klæða okkur litríkt og í stíl,“ segir Sæmundur. 

Eigi þið uppáhaldsmerki?

„Við eigum ekkert sérstakt uppáhaldsfatamerki. Við kaupum oftast bara það sem okkur finnst flott og passar við okkur. Við reynum að prófa sem flest fatamerki og ef okkur líst vel á það og það klæðir okkur vel, þá kaupum við aftur frá þeim,“ segja þeir.

Moon Boots eru aftur í tísku og auðvitað eiga bræðurnir …
Moon Boots eru aftur í tísku og auðvitað eiga bræðurnir tunglstígvél. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað myndu þið kaupa ykkur ef peningar væru ekki vandamálið?

„Ef peningar væru ekki vandamál myndum við algerlega kaupa fötin sem módelin sýna á pöllunum í París, og klæðast þeim enn betur en módelin sjálf,“ segja þeir.

Hvað er á óskalistanum fyrir komandi mánuði?

„Það sem er efst á óskalistanum hjá okkur er algjörlega einhver flott Dior-taska eða Chanel-taska í stíl. Við erum rosalega mikið fyrir flottar töskur,“ segja tvíburarnir að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál