Óörugg yfir hægri hlið andlitsins

Chloe Sevigny leggur áherslu á að sýna frekar vinstri hliðina.
Chloe Sevigny leggur áherslu á að sýna frekar vinstri hliðina. ANGELA WEISS

Leikkonan Chloe Sevigny segir það erfitt að eldast fyrir framan myndavélarnar. Hún segist stundum treysta á fegrunaraðgerðir eins og bótox og fylliefni.

„Það er of erfitt að eldast á skjánum. Það er ekki gaman,“ segir hún í viðtali við Allure.

„Ég er ekki á móti því að láta laga eitthvað hér og þar.“

„Ég fer á sex mánaða til árs fresti. Ég læt gera allt mögulegt en mér finnst bótox gott. Það er fyrirbyggjandi. En læknirinn er mjög íhaldssamur og gerir ekki of mikið því ég er leikkona.“

Sevigny beinir athyglinni aðallega að hægri hlið andlitsins þegar kemur að fegrunaraðgerðum en þegar hún var ung og upprennandi leikkona þá var henni ráðlagt af tískuljósmyndurunum David Bailey og Richard Avedon að láta aðeins mynda vinstri hlið andlitsins. Þetta ráð fyllti hana af miklu óöryggi og skaðaði sjálfsmynd hennar.

„Ímyndið ykkur að segja svona við 19 ára stúlku?“

„Jafnvel akkúrat núna, þá hefði ég viljað sitja í hinu sætinu því þá væruð þið að horfa á vinstri hlið andlits míns,“ segir hún í viðtalinu.

„Þetta hefur áhrif á ótal þætti í lífi mínu, þegar ég fer út að borða eða er að æfa fyrir leikrit, þá hugsa ég alltaf um þessa hlið. Þetta er mjög yfirþyrmandi.“

Sevigny gantast líka með að hafa reynt að létta sig fyrir sólarlandaferð með fjölskyldunni.

„Áður en við fórum þá ætlaði ég að hætta að borða brauð og minnka drykkjuna svo ég gæti litið vel út í bíkiníinu. En svo mætum við þangað og þar eru tvær ofurfyrirsætur á ströndinni, Em Rata og Bella Hadid. Ég átti aldrei séns!“

View this post on Instagram

A post shared by Allure Magazine (@allure)mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál