Geislaði í gömlum kjól af Houston

Kerry Washington klæddist kjól sem Whitney Houston klæddist árið 1996.
Kerry Washington klæddist kjól sem Whitney Houston klæddist árið 1996. Samsett mynd/AFP

Leikkonan Kerry Washington var miðpunktur athyglinnar á American Black Film-verðlaunahátíðinni um liðna helgi þegar hún klæddist kjól af söngkonunni Whitney Houston. 

Kjóllinn sem Washington klæddist er rauður og frá Marc Bouwer. Klæddist Houston honum þegar hún mætti á galakvöld BET árið á 1996. 

„Engar lygar hér. Þetta er í alvöru kjóllinn sem Whitney Houston klæddist. Svo ótrúlega einstakt,“ skrifaði Washington við myndband af sér í kjólnum á Instagram

Washington er hvað þekktust fyrir að hafa farið með aðalhlutverk í þáttunum Scandal. 

Houston þarf varla að kynna til sögunnar en hún átti glæstan feril í tónlistarheiminum og er af mörgum talin besta söngkona sem uppi hefur verið. Hún lést 11. febrúar árið 2012, 48 ára að aldri. 

Washington var glæsileg.
Washington var glæsileg. AFP/Michael Tran
Kjóllinn er frá Marc Bouwer.
Kjóllinn er frá Marc Bouwer. AFP/Michael Tran
AFP/Jemal Countess
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál